„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Sif Atladóttir var létt í bragði í viðtalinu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð, meðal annars sæti í EM-hópnum sem fer til Englands í júlí. Stöð 2 Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30