Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 09:52 Íslandsbanki og Landsbankinn eru samstíga í nýjustu spá sinni. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira