Hverfakórar í Reykjavík – aukum aðgengi barna að tónlistarnámi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Kórar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun