Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 09:01 Silja Björk Björnsdóttir hyggst nú snúa sér að öðrum verkefnum. Samsett Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. „Þetta var tilraunaverkefni sem við ákváðum að fara í til að sjá hvort það gæti gengið upp að haga rekstrinum svona. Þessum rekstri hefur alltaf verið úthýst en þarna í fyrsta skipti var Menningarfélag Akureyrar að taka það á sig að reka þetta sjálft.“ Staðurinn opnaði í júní í fyrra en Menningarfélagið sér um reksturs Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Það gekk rosalega vel yfir sumarið þegar það var lítið af takmörkunum og þrjátíu stiga hiti alla daga á Akureyri en svo þyngist róðurinn náttúrulega um haustið þegar það koma harðari takmarkanir og kauphegðun breytist,“ segir Silja Björk. Við tók erfitt tímabil fyrir veitingageirann um allt land. Silja Björk tekur undir ýmsa gagnrýni annarra veitingamanna sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld haldi öðruvísi á spilunum í faraldrinum. „Eins og til dæmis bara þegar það mátti ekki selja veitingar í tuttugu mínútna hléi en það eru samt allir inn í sama salnum og sátu hlið við hlið. Það eru alls konar hlutir sem veitingamenn eru búnir að vera ósáttir við og svo er kauphegðun fólks öðruvísi á svona tímum. Fólk er meira heima hjá sér, kannski með minna milli handanna og er að vanda sig hvar það vill eyða peningunum.“ Að endingu tók Silja Björk og Menningarfélag Akureyrar sameiginlega ákvörðun um að það væri best að einkaaðili tæki við rekstrinum. Menningarfélagið hefur nú auglýst eftir nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi. Silja Björk hefur starfað lengi í veitinga- og þjónustugeiranum.Barr Gaman að geta byggt eitthvað upp frá grunni Silja Björk er fædd og uppalin á Akureyri og flutti aftur norður í fyrra eftir átta ára búsetu í Reykjavík. „Ég sótti um allt annað starf hjá Menningarfélaginu í rauninni og þá höfðu þau samband við mig og sögðu að þau væru að íhuga að prófa að reka kaffihúsið sjálf og hvort ég hefði áhuga á því að koma inn í það verkefni og vera rekstarstjóri og veitingastjóri.“ Hún þáði það en Silja Björk hefur starfað lengi í veitinga- og þjónustugeiranum. „Ég var að vinna fyrir Te og kaffi í sex ár og var þar búin að vera verslunarstjóri, vaktstjóri og þjálfari, og hef verið mikið í þessum veitinga- og kaffibransa. Þetta var bara ótrúlega skemmtileg áskorun fannst mér og gaman að geta byggt eitthvað svona upp frá grunni. Það er eitt að vera að vinna fyrir fyrirtæki sem er með fyrir fram mótaðar hugmyndir en þarna var ég bara að koma inn með mína sýn og vinna þetta með Menningarfélaginu.“ Alltaf erfitt að hefja nýjan rekstur Silja Björk segir erfitt að segja til um það hvort saga Barr hafi farið á annan veg ef faraldurinn hafi með sanni endað þegar stærstur hluti Íslendinga var tvíbólusettur. „Þetta var bara ákveðin tilraun sem var gerð, og svo voru hagsmunir mínir og Menningarfélagsins á öðrum stað og faraldurinn hafði náttúrlega mikið um það að segja að þessi ákvörðun var tekin.“ „Auðvitað hefði maður líka verið til í að sjá fleiri ferðamenn en það er ekki hægt að segja að þetta hefði verið allt öðruvísi og miklu betra ef það hefði ekki verið fyrir faraldurinn. Það hefur enginn hugmynd um það og það er bara rosalega erfitt að byrja nýjan veitinga- og kaffihúsarekstur. Það tekur rosalega mikla orku og tíma og er ekkert sjálfgefið að það gangi, hvort sem það er heimsfaraldur eða ekki. Margir utanaðkomandi þættir hafa þarna áhrif sem maður ræður ekkert við.“ Með mörg járn í eldinum Silja Björk segir að um hafi verið að ræða frábæra og lærdómsríka lífsreynslu og hún sé þakklát fyrir þann mikla stuðning sem Menningarfélagið hafi veitt henni í gegnum ferlið. Hún hefur verið áberandi fyrirlesari og rithöfundur á seinustu árum og segist vera með mörg járn í eldinum. „Ég held að ég fari bara svolítið út í að vinna fyrir sjálfa mig, finna mér verkefni og kannski skrifa fleiri bækur og gera einhverja skemmtilega hluti. Það eru mörg verkefni sem ég er komin í strax og er að vinna að sem ég get kannski ekki alveg sagt frá núna en það mun skýrast á næstu mánuðum.“ Veitingastaðir Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
„Þetta var tilraunaverkefni sem við ákváðum að fara í til að sjá hvort það gæti gengið upp að haga rekstrinum svona. Þessum rekstri hefur alltaf verið úthýst en þarna í fyrsta skipti var Menningarfélag Akureyrar að taka það á sig að reka þetta sjálft.“ Staðurinn opnaði í júní í fyrra en Menningarfélagið sér um reksturs Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Það gekk rosalega vel yfir sumarið þegar það var lítið af takmörkunum og þrjátíu stiga hiti alla daga á Akureyri en svo þyngist róðurinn náttúrulega um haustið þegar það koma harðari takmarkanir og kauphegðun breytist,“ segir Silja Björk. Við tók erfitt tímabil fyrir veitingageirann um allt land. Silja Björk tekur undir ýmsa gagnrýni annarra veitingamanna sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld haldi öðruvísi á spilunum í faraldrinum. „Eins og til dæmis bara þegar það mátti ekki selja veitingar í tuttugu mínútna hléi en það eru samt allir inn í sama salnum og sátu hlið við hlið. Það eru alls konar hlutir sem veitingamenn eru búnir að vera ósáttir við og svo er kauphegðun fólks öðruvísi á svona tímum. Fólk er meira heima hjá sér, kannski með minna milli handanna og er að vanda sig hvar það vill eyða peningunum.“ Að endingu tók Silja Björk og Menningarfélag Akureyrar sameiginlega ákvörðun um að það væri best að einkaaðili tæki við rekstrinum. Menningarfélagið hefur nú auglýst eftir nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi. Silja Björk hefur starfað lengi í veitinga- og þjónustugeiranum.Barr Gaman að geta byggt eitthvað upp frá grunni Silja Björk er fædd og uppalin á Akureyri og flutti aftur norður í fyrra eftir átta ára búsetu í Reykjavík. „Ég sótti um allt annað starf hjá Menningarfélaginu í rauninni og þá höfðu þau samband við mig og sögðu að þau væru að íhuga að prófa að reka kaffihúsið sjálf og hvort ég hefði áhuga á því að koma inn í það verkefni og vera rekstarstjóri og veitingastjóri.“ Hún þáði það en Silja Björk hefur starfað lengi í veitinga- og þjónustugeiranum. „Ég var að vinna fyrir Te og kaffi í sex ár og var þar búin að vera verslunarstjóri, vaktstjóri og þjálfari, og hef verið mikið í þessum veitinga- og kaffibransa. Þetta var bara ótrúlega skemmtileg áskorun fannst mér og gaman að geta byggt eitthvað svona upp frá grunni. Það er eitt að vera að vinna fyrir fyrirtæki sem er með fyrir fram mótaðar hugmyndir en þarna var ég bara að koma inn með mína sýn og vinna þetta með Menningarfélaginu.“ Alltaf erfitt að hefja nýjan rekstur Silja Björk segir erfitt að segja til um það hvort saga Barr hafi farið á annan veg ef faraldurinn hafi með sanni endað þegar stærstur hluti Íslendinga var tvíbólusettur. „Þetta var bara ákveðin tilraun sem var gerð, og svo voru hagsmunir mínir og Menningarfélagsins á öðrum stað og faraldurinn hafði náttúrlega mikið um það að segja að þessi ákvörðun var tekin.“ „Auðvitað hefði maður líka verið til í að sjá fleiri ferðamenn en það er ekki hægt að segja að þetta hefði verið allt öðruvísi og miklu betra ef það hefði ekki verið fyrir faraldurinn. Það hefur enginn hugmynd um það og það er bara rosalega erfitt að byrja nýjan veitinga- og kaffihúsarekstur. Það tekur rosalega mikla orku og tíma og er ekkert sjálfgefið að það gangi, hvort sem það er heimsfaraldur eða ekki. Margir utanaðkomandi þættir hafa þarna áhrif sem maður ræður ekkert við.“ Með mörg járn í eldinum Silja Björk segir að um hafi verið að ræða frábæra og lærdómsríka lífsreynslu og hún sé þakklát fyrir þann mikla stuðning sem Menningarfélagið hafi veitt henni í gegnum ferlið. Hún hefur verið áberandi fyrirlesari og rithöfundur á seinustu árum og segist vera með mörg járn í eldinum. „Ég held að ég fari bara svolítið út í að vinna fyrir sjálfa mig, finna mér verkefni og kannski skrifa fleiri bækur og gera einhverja skemmtilega hluti. Það eru mörg verkefni sem ég er komin í strax og er að vinna að sem ég get kannski ekki alveg sagt frá núna en það mun skýrast á næstu mánuðum.“
Veitingastaðir Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira