„Fötin eiga að passa á okkur en ekki við í fötin“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2022 12:01 Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg lumar á ýmsum ráðum til að tileinka sér vistvænni fatastíl Aðsend/Hrefna Björg Myndlistarkonan Júlíanna Ósk Hafberg er lausnamiðuð þegar það kemur að því að endurnýta föt og leggur áherslu á að laga flíkurnar sínar ef eitthvað kemur fyrir þær, frekar en að henda þeim. Júlíanna er með BA gráðu í fatahönnun og stundar nú mastersnám við myndlist í Listaháskóla Íslands. Á Instagram síðu sinni, @julohaf, hefur hún deilt ýmsum góðum ráðum sem hjálpa fólki að tileinka sér vistvænni lífsstíl þegar það kemur að klæðaburði. Blaðamaður hafði samband við Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá sniðugum lausnum hennar. Hvenær byrjaðir þú að vera vistvæn þegar það kemur að tísku og fötum? Er það eitthvað sem þú hefur alltaf verið meðvituð um? Júlíanna Ósk: „Ég ólst upp með ömmur og langömmu í kringum mig sem voru miklar saumakonur. Því hafði ég áhuga á því frá að ég var lítil að fylgjast með og læra af þeim. Þegar ég fermdist saumaði ég fermingarkjólinn minn með ömmu minni og eftir það saumaði ég og breytti og bætti mikið af fötum. Þegar ég var 14 ára bjó ég til dæmis til mjög fallega svona bútapeysu úr gömlum hettupeysum og bolum, og svipar henni mjög til peysa sem íslenska fatamerkið Aftur hefur verið að gera - þó ég þekkti auðvitað ekkert til þess þá. Ég á hana enn og hún er í raun mjög flott þó ég hafi sauma hana 14 ára gömul árið 2006.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Í sömu fötunum í heilt ár Júlíanna Ósk: „Eftir menntaskóla fór ég svo í fatahönnun í Listaháskólanum. Þar áttaði ég mig á því fljótt að ég var ekki hrifin af þessum heimi, því offramleiðslan er svo mikil og tískuiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður í heiminum. Árið 2015 þegar ég var á öðru ári fór ég í skiptinám til Danmerkur og byrjaði þar að læra um sjálfbærni (e. sustainability) sem var ekki eins mikið talað um hér og það er í dag. Ég fór fljótlega í mikinn mótþróa og ákvað að byrja að ganga í sömu fötunum í heilan mánuð, sem einhverskonar ádeila á fast fashion og neysluhyggju. Mánuðurinn leið hratt hjá og áður en ég vissi af var ég búin að vera í sömu fötunum í heilt ár. Þetta breyttist úr því að vera eitthvað mánaðar verkefni í að verða að lífsstíl sem ég lifði á þessum tíma, en á sama tíma var þetta svo rosalega áhugaverð samfélagsleg rannsóknarvinna. Ég átti tvö sett af nákvæmlega sömu fötunum til þess að geta þvegið á milli, og lærði svo mikið um að passa upp á fötin mín; bæta þau, laga göt, þrífa bletti og bara almennt hugsa betur um þau heldur en kannski tíðkast í dag, þegar við eigum öll svo mikið af fötum og getum nálgast ný hratt og ódýrt. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Þetta hafði rosaleg áhrif á mig, bæði þá og enn í dag. Ég hugsa öðruvísi um föt og neyslu, er meðvituð um hvað ég kaupi og þekki meira inn á hvað hentar mér og líkama mínum, frekar en að elta tískubylgjur. Og passa betur upp á þær flíkur sem ég á - og síðan þegar þær henta mér ekki lengur, vegna stærð eða stíl, þá skoða ég hvort ég geti ekki breytt þeim eða bætt þær til þess að þær geri það.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Lumarðu á góðum og einföldum ráðum við að endurnýta föt? Júlíanna Ósk: „Sko, ef það er eitthvað sem ég hef lært af því að vera að breyta og bæta föt, þá er það það að líta á fötin bara sem einskonar byrjunarpunkt. Byrjunarpunkt sem við svo aðlögum að okkur, okkar stíl, stærð og svo framvegis. Ég geri þetta auðvitað ekki alltaf, en langar að temja mér það betur að finna flíkur sem eru með element sem ég fíla, og muna svo að ég get breytt og bætt þau að mér. Ef maður fer að hugsa aðeins um það er ómögulegt í raun að finna föt sem eru nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau, vegna þess að flest öll fötin eru svo svakalega fjöldaframleidd og þurfa því að geta hentað svo rosalega mörgum. Því við erum öll eins mismunandi og við erum mörg, í stærð og stíl. En við höfum valdið til þess að aðlaga þau algjörlega að okkur. Ég er til dæmis með stór brjóst en lítið mitti og finnst fallegt að leggja áherslu á það, en fötin út í búð eru ekki sniðin að mér, svo það er lítið mál fyrir mig að bæta við saumi hér eða þar og gera þau þannig að þau þjóni mér og líkama mínum sem best.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Deilihagkerfið þörf viðspyrna Júlíanna Ósk: „Svo finnst mér mjög mikilvægt að við munum að fötin eiga að passa á OKKUR en ekki við í fötin! Við þurfum að leggja meiri áherslu á að hugsa og tala þannig um þetta, því það er ótrúlegt hvað við erum mörg með stærðarkomplexa út frá fatakaupum og fatastærðunum þarna úti sem eru oftast mjög takmarkandi. Ég er búin að vera að sauma fötin mín til undanfarnar vikur og sýna frá því í story á Instagram, og út frá því skapaðist rosalega sterk og flott umræða um föt, stærðir, sjálfs ímynd og komplexa sem myndast út frá þessu öllu. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Það eru svo margir þarna úti sem eiga erfitt með að finna föt (og skó) í réttum lengdum, stærðum, víddum, sniðum, sem passa líkama þeirra og veldur það oft lúmskri útskúfun og miklu óöryggi. Ég er 180 cm á hæð og nota skóstærð númer 42, en ég hef síðan ég var 13/14 ára átt í rosalegum erfiðleikum með að finna buxur sem eru nægilega langar á mig og skó sem passa, þar sem flestir kvenmannsskór koma bara upp í stærð 41. Þetta er auðvitað klikkun að stærðarkerfið okkar sé með svona lítinn og þröngan skala, og ekki skrítið að það hafi neikvæð áhrif á þá sem ekki falla innan þess. Annars hvet ég bara fólk til þess að læra aðeins að sauma og hugsa um flíkurnar sínar sem eitthvað sem hægt er að laga til, bæta og breyta! Kíkja til ömmu eða mömmu í kaffi og fá lánaða saumavél eða biðja þær að kenna sér - og svo er líka hægt að fá lánaða saumavél til dæmis hjá Reykjavík Tool Library, sem er rosalega flott framtak þar sem hægt er að fá lánað alls konar dót í græjur í stað þess að við kaupum öll okkar eigið. Deilihagkerfið er einmitt svo þörf viðspyrna í neysluhyggjuna.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Hvað geturðu átt flík í mörg ár? Júlíanna Ósk: Ég á flíkur sem amma mín átti þegar hún var yngri í topp standi. Það eru auðvitað kannski föt sem hafa hangið í lengri tíma inn í skáp ónotuð. En ég á flíkur í skápnum mínum sem ég keypti fyrir tíu til fimmtán árum og nota enn og elska. Til dæmis á ég eina skyrtu sem er örugglega að verða tíu ára sem ég keypti í Weekday, ekki merkileg þannig nema bara það að ég elska hana. Efnið er orðið svo þunnt í henni og hún hefur margoft rifnað upp við saumana og vegna notkunar, en ég hef saumað og lappað upp á hana margoft, síðast bara núna fyrir nokkrum dögum og hlakka til að eyða góðum stundum í henni áfram. Júlíanna að eiga góða stund í Weekday skyrtunni.Aðsend Heldurðu að við séum almennt of fljót að gefast upp á flíkum? Júlíanna Ósk: Já, alltof. Því miður þá búum við í heimi þar sem það er auðveldara að kaupa nýja (og ódýra) flík, heldur en að gera við þessa sem við eigum. Þetta er auðvitað bara gjörsamlega brenglað kerfi sem við búum í, að það sé raunveruleikinn. Það verður augljóst þegar maður fer að skoða þetta aðeins nánar, en það að borga klæðskera á íslandi til þess að laga flík í klukkutíma kostar á við margfaldar flíkur í mörgum búðum sem við verslum í. Og þar liggur vandamálið. Einhvers staðar úti í heimi er verið að brjóta á einhverjum til þess að við getum keypt þessa flík svona ódýrt. Hvort sem það er með of mikilli vinnu, lélegum vinnuaðstæðum eða með of lág laun. Við erum orðin svo vön þessu og í raun heilaþvegin í það að finnast klæðskerinn of dýr, þegar það er í raun hitt sem er allt of ódýrt. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Hvað finnst þér skemmtilegast við að endurnýta? Júlíanna Ósk: Ég er sérstaklega búin að vera að sauma til buxur undanfarið og mér hefur fundist það mjög gaman! Ég var komin með mjög mikinn buxnaskort, því eins og ég sagði áðan þá á ég oft mjög erfitt með að finna buxur sem passa á mig. Flestar buxurnar mínar voru komnar með gat á milli læranna og svo átti ég gamlar buxur sem ég hafði gefist upp á því þær voru allt of stuttar á mig. Ég tók mig til og bætti allar buxurnar milli læranna og fór svo í það að lengja og jafnvel víkka buxur sem voru orðnar of þröngar á mig. Því einmitt, fötin eiga að passa á okkur, en ekki við í þau - lífið er stöðugt að breytast og líkamar okkar með og við skulum bara aðlaga fötin okkar að okkur eins og við erum að hverju sinni. Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Í sömu fötunum í rúmt ár Sumir velta því fyrir sér daglega hverju þeir eigi að klæðast. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Júlíönnu Ósk Hafberg, sem hefur nú klæðst sömu fötunum í rúmt ár. Hún segir tilraunina hafa breytt neysluvenjum sínum á öllum sviðum. 7. maí 2016 19:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Júlíanna er með BA gráðu í fatahönnun og stundar nú mastersnám við myndlist í Listaháskóla Íslands. Á Instagram síðu sinni, @julohaf, hefur hún deilt ýmsum góðum ráðum sem hjálpa fólki að tileinka sér vistvænni lífsstíl þegar það kemur að klæðaburði. Blaðamaður hafði samband við Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá sniðugum lausnum hennar. Hvenær byrjaðir þú að vera vistvæn þegar það kemur að tísku og fötum? Er það eitthvað sem þú hefur alltaf verið meðvituð um? Júlíanna Ósk: „Ég ólst upp með ömmur og langömmu í kringum mig sem voru miklar saumakonur. Því hafði ég áhuga á því frá að ég var lítil að fylgjast með og læra af þeim. Þegar ég fermdist saumaði ég fermingarkjólinn minn með ömmu minni og eftir það saumaði ég og breytti og bætti mikið af fötum. Þegar ég var 14 ára bjó ég til dæmis til mjög fallega svona bútapeysu úr gömlum hettupeysum og bolum, og svipar henni mjög til peysa sem íslenska fatamerkið Aftur hefur verið að gera - þó ég þekkti auðvitað ekkert til þess þá. Ég á hana enn og hún er í raun mjög flott þó ég hafi sauma hana 14 ára gömul árið 2006.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Í sömu fötunum í heilt ár Júlíanna Ósk: „Eftir menntaskóla fór ég svo í fatahönnun í Listaháskólanum. Þar áttaði ég mig á því fljótt að ég var ekki hrifin af þessum heimi, því offramleiðslan er svo mikil og tískuiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður í heiminum. Árið 2015 þegar ég var á öðru ári fór ég í skiptinám til Danmerkur og byrjaði þar að læra um sjálfbærni (e. sustainability) sem var ekki eins mikið talað um hér og það er í dag. Ég fór fljótlega í mikinn mótþróa og ákvað að byrja að ganga í sömu fötunum í heilan mánuð, sem einhverskonar ádeila á fast fashion og neysluhyggju. Mánuðurinn leið hratt hjá og áður en ég vissi af var ég búin að vera í sömu fötunum í heilt ár. Þetta breyttist úr því að vera eitthvað mánaðar verkefni í að verða að lífsstíl sem ég lifði á þessum tíma, en á sama tíma var þetta svo rosalega áhugaverð samfélagsleg rannsóknarvinna. Ég átti tvö sett af nákvæmlega sömu fötunum til þess að geta þvegið á milli, og lærði svo mikið um að passa upp á fötin mín; bæta þau, laga göt, þrífa bletti og bara almennt hugsa betur um þau heldur en kannski tíðkast í dag, þegar við eigum öll svo mikið af fötum og getum nálgast ný hratt og ódýrt. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Þetta hafði rosaleg áhrif á mig, bæði þá og enn í dag. Ég hugsa öðruvísi um föt og neyslu, er meðvituð um hvað ég kaupi og þekki meira inn á hvað hentar mér og líkama mínum, frekar en að elta tískubylgjur. Og passa betur upp á þær flíkur sem ég á - og síðan þegar þær henta mér ekki lengur, vegna stærð eða stíl, þá skoða ég hvort ég geti ekki breytt þeim eða bætt þær til þess að þær geri það.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Lumarðu á góðum og einföldum ráðum við að endurnýta föt? Júlíanna Ósk: „Sko, ef það er eitthvað sem ég hef lært af því að vera að breyta og bæta föt, þá er það það að líta á fötin bara sem einskonar byrjunarpunkt. Byrjunarpunkt sem við svo aðlögum að okkur, okkar stíl, stærð og svo framvegis. Ég geri þetta auðvitað ekki alltaf, en langar að temja mér það betur að finna flíkur sem eru með element sem ég fíla, og muna svo að ég get breytt og bætt þau að mér. Ef maður fer að hugsa aðeins um það er ómögulegt í raun að finna föt sem eru nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau, vegna þess að flest öll fötin eru svo svakalega fjöldaframleidd og þurfa því að geta hentað svo rosalega mörgum. Því við erum öll eins mismunandi og við erum mörg, í stærð og stíl. En við höfum valdið til þess að aðlaga þau algjörlega að okkur. Ég er til dæmis með stór brjóst en lítið mitti og finnst fallegt að leggja áherslu á það, en fötin út í búð eru ekki sniðin að mér, svo það er lítið mál fyrir mig að bæta við saumi hér eða þar og gera þau þannig að þau þjóni mér og líkama mínum sem best.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Deilihagkerfið þörf viðspyrna Júlíanna Ósk: „Svo finnst mér mjög mikilvægt að við munum að fötin eiga að passa á OKKUR en ekki við í fötin! Við þurfum að leggja meiri áherslu á að hugsa og tala þannig um þetta, því það er ótrúlegt hvað við erum mörg með stærðarkomplexa út frá fatakaupum og fatastærðunum þarna úti sem eru oftast mjög takmarkandi. Ég er búin að vera að sauma fötin mín til undanfarnar vikur og sýna frá því í story á Instagram, og út frá því skapaðist rosalega sterk og flott umræða um föt, stærðir, sjálfs ímynd og komplexa sem myndast út frá þessu öllu. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Það eru svo margir þarna úti sem eiga erfitt með að finna föt (og skó) í réttum lengdum, stærðum, víddum, sniðum, sem passa líkama þeirra og veldur það oft lúmskri útskúfun og miklu óöryggi. Ég er 180 cm á hæð og nota skóstærð númer 42, en ég hef síðan ég var 13/14 ára átt í rosalegum erfiðleikum með að finna buxur sem eru nægilega langar á mig og skó sem passa, þar sem flestir kvenmannsskór koma bara upp í stærð 41. Þetta er auðvitað klikkun að stærðarkerfið okkar sé með svona lítinn og þröngan skala, og ekki skrítið að það hafi neikvæð áhrif á þá sem ekki falla innan þess. Annars hvet ég bara fólk til þess að læra aðeins að sauma og hugsa um flíkurnar sínar sem eitthvað sem hægt er að laga til, bæta og breyta! Kíkja til ömmu eða mömmu í kaffi og fá lánaða saumavél eða biðja þær að kenna sér - og svo er líka hægt að fá lánaða saumavél til dæmis hjá Reykjavík Tool Library, sem er rosalega flott framtak þar sem hægt er að fá lánað alls konar dót í græjur í stað þess að við kaupum öll okkar eigið. Deilihagkerfið er einmitt svo þörf viðspyrna í neysluhyggjuna.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Hvað geturðu átt flík í mörg ár? Júlíanna Ósk: Ég á flíkur sem amma mín átti þegar hún var yngri í topp standi. Það eru auðvitað kannski föt sem hafa hangið í lengri tíma inn í skáp ónotuð. En ég á flíkur í skápnum mínum sem ég keypti fyrir tíu til fimmtán árum og nota enn og elska. Til dæmis á ég eina skyrtu sem er örugglega að verða tíu ára sem ég keypti í Weekday, ekki merkileg þannig nema bara það að ég elska hana. Efnið er orðið svo þunnt í henni og hún hefur margoft rifnað upp við saumana og vegna notkunar, en ég hef saumað og lappað upp á hana margoft, síðast bara núna fyrir nokkrum dögum og hlakka til að eyða góðum stundum í henni áfram. Júlíanna að eiga góða stund í Weekday skyrtunni.Aðsend Heldurðu að við séum almennt of fljót að gefast upp á flíkum? Júlíanna Ósk: Já, alltof. Því miður þá búum við í heimi þar sem það er auðveldara að kaupa nýja (og ódýra) flík, heldur en að gera við þessa sem við eigum. Þetta er auðvitað bara gjörsamlega brenglað kerfi sem við búum í, að það sé raunveruleikinn. Það verður augljóst þegar maður fer að skoða þetta aðeins nánar, en það að borga klæðskera á íslandi til þess að laga flík í klukkutíma kostar á við margfaldar flíkur í mörgum búðum sem við verslum í. Og þar liggur vandamálið. Einhvers staðar úti í heimi er verið að brjóta á einhverjum til þess að við getum keypt þessa flík svona ódýrt. Hvort sem það er með of mikilli vinnu, lélegum vinnuaðstæðum eða með of lág laun. Við erum orðin svo vön þessu og í raun heilaþvegin í það að finnast klæðskerinn of dýr, þegar það er í raun hitt sem er allt of ódýrt. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Hvað finnst þér skemmtilegast við að endurnýta? Júlíanna Ósk: Ég er sérstaklega búin að vera að sauma til buxur undanfarið og mér hefur fundist það mjög gaman! Ég var komin með mjög mikinn buxnaskort, því eins og ég sagði áðan þá á ég oft mjög erfitt með að finna buxur sem passa á mig. Flestar buxurnar mínar voru komnar með gat á milli læranna og svo átti ég gamlar buxur sem ég hafði gefist upp á því þær voru allt of stuttar á mig. Ég tók mig til og bætti allar buxurnar milli læranna og fór svo í það að lengja og jafnvel víkka buxur sem voru orðnar of þröngar á mig. Því einmitt, fötin eiga að passa á okkur, en ekki við í þau - lífið er stöðugt að breytast og líkamar okkar með og við skulum bara aðlaga fötin okkar að okkur eins og við erum að hverju sinni.
Umhverfismál Tíska og hönnun Tengdar fréttir Í sömu fötunum í rúmt ár Sumir velta því fyrir sér daglega hverju þeir eigi að klæðast. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Júlíönnu Ósk Hafberg, sem hefur nú klæðst sömu fötunum í rúmt ár. Hún segir tilraunina hafa breytt neysluvenjum sínum á öllum sviðum. 7. maí 2016 19:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í sömu fötunum í rúmt ár Sumir velta því fyrir sér daglega hverju þeir eigi að klæðast. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Júlíönnu Ósk Hafberg, sem hefur nú klæðst sömu fötunum í rúmt ár. Hún segir tilraunina hafa breytt neysluvenjum sínum á öllum sviðum. 7. maí 2016 19:30
Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31