Boris Johnson og laun bankastjóra Landsbankans – Slæm fyrir stöðugleika Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2022 08:01 Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Bretland Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun