Hugsaði til látinnar vinkonu sinnar eftir sögulegt Ólympíugull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 14:01 Enginn íþróttamaður hefur unnið gullverðlaun á fleiri Vetrarólympíuleikum en Ireen Wüst. getty/Elsa Hollenska skautakonan Ireen Wüst skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún varð hlutskörpust í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira