Álftamýri / Bólstaðarhlíð Birkir Ingibjartsson skrifar 8. febrúar 2022 07:30 Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Reykjavík Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun