Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Bogi lepur ekki dauðan úr skel en Helgu Völu þykir launakjör hans útúr öllu korti ekki síst ef litið er til þess að Icelandair er það fyrirtæki sem fékk milljarða úr ríkisstjóði í rekstrarstyrki. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti. Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti.
Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13