Veitur en ekki veitur! Íris Róbertsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Íris Róbertsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun