Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2022 22:44 Tölvuteiknuð mynd af Proxima d og rauða dverginum Proxima Centauri. ESO Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. Alpha Centauri er í um fjögurra ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Það samsvarar um 25 billjón kílómetrum. Reikistjarnan, sem kallast Proxima d, er smá og hefur einungis fjórðung af massa jarðarinnar. Þar með er hún minnsta reikistjarna sem fundist hefur utan okkar sólkerfis. Það var hópur stjörnufræðinga frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) sem fann reikistjörnuna með sjónauka í Síle. Samkvæmt tilkynningu frá ESO er hún í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá Proxima Centauri. Proxima d er ekki innan lífbeltisins svokallaða, sem táknar það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður bjóða upp á hitastig þar sem vatn gufar hvorki upp né frýs. Hún er í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá stjörnunni og fer hring í kringum hana á einungis fimm dögum. Áður var vitað um tvær aðrar reikistjörnur á braut um Proxima Centauri. Þær kallast Proxima b og c. Sú fyrrnefnda er álíka stór og jörðin og er á lífbeltinu. „Uppgötvunin sýnir að okkar næsta nágrannsólkerfi er sneisafullt af forvitnilegum reikistjörnum sem við getum rannsakað enn betur,“ sagði João Faria, stjörnufræðingur við Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço í Portúgal í áðurnefndri tilkynningu frá ESO. Pedro Figueira, tækjasérfræðingur ESPRESSO hjá ESO í Síle, segir uppgötvunina mikið framfaraskref. „Uppgötvunin sýnir að sjónstefnumæliaðferðin er fær um að finna fjölmargar litlar reikistjörnur, eins og okkar eigin, en þær eru taldar vera þær algengustu í Vetrarbrautinni okkar og geta mögulega búið yfir lífi.“ Reikistjarnan fannst með því að horfa eftir vaggi á Proxima Centauri sem rekja má til frá reikistjörnu. Áhugasamir geta lesið frekar um leitina í tilkynningu ESO, sem er á íslensku. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Alpha Centauri er í um fjögurra ljósára fjarlægð frá sólkerfinu okkar. Það samsvarar um 25 billjón kílómetrum. Reikistjarnan, sem kallast Proxima d, er smá og hefur einungis fjórðung af massa jarðarinnar. Þar með er hún minnsta reikistjarna sem fundist hefur utan okkar sólkerfis. Það var hópur stjörnufræðinga frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO) sem fann reikistjörnuna með sjónauka í Síle. Samkvæmt tilkynningu frá ESO er hún í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá Proxima Centauri. Proxima d er ekki innan lífbeltisins svokallaða, sem táknar það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður bjóða upp á hitastig þar sem vatn gufar hvorki upp né frýs. Hún er í um fjögurra milljóna kílómetra fjarlægð frá stjörnunni og fer hring í kringum hana á einungis fimm dögum. Áður var vitað um tvær aðrar reikistjörnur á braut um Proxima Centauri. Þær kallast Proxima b og c. Sú fyrrnefnda er álíka stór og jörðin og er á lífbeltinu. „Uppgötvunin sýnir að okkar næsta nágrannsólkerfi er sneisafullt af forvitnilegum reikistjörnum sem við getum rannsakað enn betur,“ sagði João Faria, stjörnufræðingur við Instituto de Astrofísica e Ciências do Espaço í Portúgal í áðurnefndri tilkynningu frá ESO. Pedro Figueira, tækjasérfræðingur ESPRESSO hjá ESO í Síle, segir uppgötvunina mikið framfaraskref. „Uppgötvunin sýnir að sjónstefnumæliaðferðin er fær um að finna fjölmargar litlar reikistjörnur, eins og okkar eigin, en þær eru taldar vera þær algengustu í Vetrarbrautinni okkar og geta mögulega búið yfir lífi.“ Reikistjarnan fannst með því að horfa eftir vaggi á Proxima Centauri sem rekja má til frá reikistjörnu. Áhugasamir geta lesið frekar um leitina í tilkynningu ESO, sem er á íslensku.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00
Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8. nóvember 2021 21:01