Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 20:08 Guðlaugur virðist ekki hafa verið á því að láta Rússlandsforseta komast upp með hvað sem er. Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur. Utanríkismál Rússland Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur.
Utanríkismál Rússland Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira