Send heim af Ólympíuleikunum: Hjarta mitt er brostið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:00 Það þurfti að bera hin norsku Ingrid Landmark Tandrevold af keppnissvæðinu eftir síðustu greinina hennar. Getty/Tom Weller Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold tekur ekki þátt í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún var send heim af leikunum af læknisráði. Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Tandrevold kom fram á blaðamannafundi þar sem farið var yfir ástæður þess að hún má ekki keppa meira á leikunum. Tandrevold átti mjög erfitt fyrir framan fjölmiðlafólkið og fyrr en varir fóru tárin að renna. „Það er alveg ljóst að keppnismanneskjan í mér vildi keppa en,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold áður norsku liðslæknirinn tók af henni orðið. Biathlon-Heartbroken Tandrevold heads home after finish line collapse https://t.co/ErtUJOyugR pic.twitter.com/Kbkc5BSV0H— Reuters (@Reuters) February 14, 2022 „Það var ég sem þurfti að taka þessa ákvörðun og segja hingað en ekki lengra. Stundum þarf maður að taka slæma ákvörðun fyrir viðkomandi til að passa upp á hann,“ sagði Lars Kolsrud læknir. Hin 25 ára gamla norska skíðakona var vissulega búin að eiga mjög erfiða leika. Í bæði sprettgöngunni og eltigöngunni þá hneig hún niður eftir að hafa komist yfir marklínuna. Hún var ein í þriðja sæti í eltigöngunni þegar einn kílómetri var eftir en þá hrundi allt hjá henni og hún endaði bara í fjórtánda sæti. Norway's Ingrid Tandrevold, who was in position to reach the podium, required medical attention after finishing the 10km biathlon racehttps://t.co/4pcb8oFW0M— CBC Olympics (@CBCOlympics) February 13, 2022 Sérfræðingar innan norska liðsins telja að þunna loftið hafi reynst henni svona skeinuhætt. „Ég var að eiga einn minn besta dag í íþróttinni en allt í einu breyttist hann í þann versta,“ sagði Ingrid. „Nú er orðið ljóst að ég má ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum af heilsufarsástæðum. Mér þykir þetta mjög leitt auðvitað. Hjarta mitt er brostið og það er ekki af heilsuleysi,“ sagði Ingrid grátandi. Hún mun gangast undir ítarlegar rannsóknir þegar hún kemur heim til Noregs.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Noregur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira