Í beinni: Hver verður formaður Eflingar? Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 20:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir berjast um formannssætið. vísir Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Á listanum með Sólveigu Önnu eru Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Eflingu, Innocentia F. Friðgeirsson matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Kolbrún Valvesdóttir starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Ísak er jafnframt gjaldkeraefni listans. Baráttulistinn kveðst vera hópur Eflingarfélaga sem eigi það sameiginlegt að vilja umbylta félaginu og endurvekja íslenska verkalýðsbaráttu. A-listi hlaut 1.434 atkvæði eða 37 prósent atkvæða. B-listi hlaut 2.047 atkvæði eða 52 prósent atkvæða. C-listi hlaut 331 atkvæði eða 8 prósent atkvæða. 2 prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn er því 15,09 prósent. Halldór Oddsson, formaður kjörstjórnar, þakkar öllum þeim sem atkvæði greiddu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Reykjavík Hveragerði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira