Biðlista barna burt Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun