Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Mæðginin Emilia og Christofer. Vísir/Sigurjón Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia. Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia.
Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira