„Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:00 Fv.: Birna Jóhannesdóttir og Guðrún Olsen starfa báðar hjá alþjóða ráðgjafafyrirtækinu BCG, en það er eitt það stærsta í heimi. Birna og Guðrún eru búsettar í Danmörku og segja innkomu ungs fólks á vinnumarkaðinn þar greiðari en á Íslandi því þar er mun algengara að fyrirtæki ráði námsmenn í hlutastörf. Námsennirnir ráða sig þá í störf samhliða námi og horfa þá fyrst og fremst til reynslunnar frekar en launa. Vísir/Aðsend Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. „Í Danmörku bjóða fyrirtæki í miklu meira mæli upp á hlutastörf fyrir nemendur og vinna langflestir samhliða námi. Þetta eru oftast störf sem tengjast náminu á einhvern hátt, sem gerir það að verkum að ungmenni fá mjög snemma góða reynslu af vinnumarkaðinum og geta nýtt þessa reynslu þegar að námi lýkur,“ segir Birna Helga Jóhannesdóttir ráðgjafi hjá Boston Consulting Group (BCG) í Danmörku. Þetta segja hún og Guðrún Olsen, fulltrúi hjá BCG, að sé mikill munur á því hvernig ungt fólk kemst inn á vinnumarkaðinn þar. Þó segja þær margt líkt með atvinnulífinu í Danmörku og á Íslandi. „Stærsti munurinn er að allt er mikið stærra í Danmörku, fyrirtækin stærri og alþjóðlegri, verkefnin stærri, og þar af leiðandi sérhæfingin líka meiri, stærðarhagkvæmnin gerir það að verkum að það er markaður fyrir meira „niche” (sérstaða) sérhæfingu,“ segir Guðrún. Að vera „top-tier“ Birna og Guðrún starfa báðar hjá BCG, en það fyrirtæki er eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki í heimi. BCG var stofnað árið 1963 og er með starfsstöðvar í yfir 90 löndum. Í Danmörku er ráðgjafastarf BCG skilgreint sem „top-tier Management Consulting“ sem þýðir að þá starfa ráðgjafar og fulltrúar í stjórnendaráðgjöf í efsta flokki (d. top tier) þar sem teymin samanstanda af mörgum sérfræðingum á ólíkum sviðum. Starfsmenn BCG eru á heimsvísu um 23 þúsund manns. Birna Helga er 27 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í Viðskiptagreiningu (e. Business Analytics) frá ESADE í Barcelona og BS próf í stærðfræði frá HÍ. „Áður en ég hóf meistaranám vann ég hjá Íslandsbanka, í greiningu og fyrirtækjaráðgjöf. Ég bý núna í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum mínum, og hundinum okkar henni Míu,“ segir Birna. Guðrún er 29 ára gömul. Hún kláraði BA í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík og meistaranám í sama fagi í Kaupmannahafnarháskóla. „Ég starfaði síðan sem íslenskur og danskur lögmaður í rúmlega þrjú ár áður en ég skipti yfir til BCG.“ Birna fékk stöðuhækkun síðasta sumar og vinnur nú sem ráðgjafi hjá BCG (e. Consultant). Hún hafði áður starfað sem fulltrúi (e. Associate) sem er stöðuheiti Guðrúnar. „Sem ráðgjafi og fulltrúi ertu ábyrg fyrir afmörkuðu verkefni sem er hluti af stærra verkefni sem við vinnum fyrir stærstu fyrirtæki Evrópu,“ segir Guðrún. Verkefnin þeirra geta verið til dæmis að setja upp viðskiptamódel (e. Business case) fyrir áreiðanleikakönnun eða leiða hluta af ESG stefnumótun (e. Environment, Social & Governance), meðal annars fjölbreytileika og inngildingarverkefni (e. Diversity & Inclusion). „Ráðgjafi eða fulltrúi leiðir vinnuna fyrir sinn hluta en sér líka um samskipti við viðskiptavini og aðra sérfræðinga. Sem ráðgjafi færðu til viðbótar tækifæri til þess að leiðbeina liðsfélögum með minni starfsreynslu, úthluta þeim verkefni og aðstoða þá við að skipuleggja sína vinnu,“ segir Birna. Þurfa oft að fara út fyrir þægindarammann Birna og Guðrún segja fjölbreytileika starfsins hjá BCG ekki síst endurspeglast í því að mjög reglulega eru þær að takast á við ný verkefni (oft á tíðum á fimm til sex vikna fresti). Sem geta verið afar ólík innbyrðis. Þetta þýði spennandi fjölbreytileika en feli líka í sér alls kyns áskoranir. Fjölbreytileiki verkefna gerir það að verkum að starfið er oft á tíðum krefjandi og krefst mikillar vinnu en við erum stöðugt að læra nýja hluti og þar af leiðandi oftar en ekki að vinna fyrir utan þægindarammann, þar sem það koma alltaf nýjar áskoranir eða verkefni,“ segir Guðrún og bætir við: „Það er jafnframt það sem okkur þykir skemmtilegast og mest heillandi við vinnuna og eitthvað sem okkur hefur þótt erfitt að finna annars staðar.“ Birna segir þennan fjölbreytileika og allt það sem honum fylgir, vera það sem laðaði hana að starfinu. „Þegar ég fór í gegnum umsóknarferlið hjá BCG fyrir um þremur árum síðan var ég spurð þeirri klassísku spurning afhverju mig langaði að vinna sem ráðgjafi. Ég svaraði að fjölbreytileiki væri helsta ástæðan og þær væntingar hafa staðist,“ segir Birna og bætir við: Og ef eitthvað er, hefur upplifun farið fram úr væntingum, því ég var meira að einblína á fjölbreytileika verkefnanna sjálfa en vanmat kannski á þeim tíma hvað það hafði mikið að segja hvað fjölbreytileika varðar, að vinna svona reglulega með nýjum teymum og sérfræðingum, þar sem fólk kemur frá alls konar ólíkum bakgrunnum.“ Birna og Guðrún fara í ný verkefni á fimm til sex vikna fresti. Þessi verkefni eru oft mjög ólík innbyrðis og þótt fjölbreytileikinn sé einmitt það sem gerir starfið svo spennandi, þýðir þetta líka að með nýjum verkefnum eru þær sífellt að takast á við nýjar áskoranir. Þótt það þýði að oft þurfi þá að fara út fyrir þægindarammann.Vísir/Aðsend Vinnusemi Íslendinga þekkt erlendis Birna og Guðrún segjast ekki upplifa neina sérstöðu við það að vera Íslendingar. „En vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel í ráðgjafastarfinu,“ segja þær þó. Aðspurðar um það hvað Íslendingar geti lært af dönsku atvinnulífi, benda þær á þessa dönsku leið að ráða námsfólk í hlutastörf, sem um leið tryggir ungu fólki innkomu inn á vinnumarkaðinn. „Umsækjendur leggja þá oftast meiri áherslu á að öðlast reynslu frekar en að huga einungis um það þéna pening,“ segir Birna. „Okkur finnst líka að fyrirtæki í Danmörku leggi meiri áherslu á félagslíf innan fyrirtækisins. Eru reglulega með viðburði til að koma fólki saman. Þetta finnst okkur hafa mjög jákvæð áhrif á vinnuumhverfið en þetta eru þá viðburðir eins og að hittast á bar á föstudegi, innanhús íþróttamót, fjölskylduviðburðir og fleira,“ segir Guðrún. Margt forystufólk í íslensku atvinnulífi hefur starfað sem ráðgjafar erlendis eftir nám, en síðan flust til Íslands. Sem dæmi má nefna Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Sjáið þið fyrir ykkur að flytja aftur heim? „Eins mikið og ég elska að búa í Kaupmannahöfn þá hef ég alltaf verið opin með það að ég sjái fyrir mér að koma heim til Íslands á einhverjum tímapunkti. Það er hins vegar óljóst hvenær það verður og hvort mitt næsta starf verði á Íslandi eða annars staðar. Hvernig sem þau mál munu þróast þá tel ég að ég muni alltaf taka með mér mikilvæga reynslu frá starfinu mínu hjá BCG sem ég mun geta nýtt mér á hvaða vettvangi sem ég mun kjósa að fara,“ svarar Birna. „Aldrei að vita. Ég flutti erlendis staðráðin í að fara heim eftir tveggja ára meistaranám, en hér er ég enn tæpum sjö árum seinna, hætt að vinna við það sem ég lærði og ennþá ánægð. Það er þó ekki hægt að útiloka möguleikann á að flytja heim ef það kemur spennandi möguleiki , en draumurinn í dag er að vinna fleiri verkefni á Íslandi í gegnum BCG, styrkja tengslin & hafa áhrif þá leiðina,“ svarar Guðrún. Starfsframi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01 Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Mikil fjölgun doktorsnema er meðal þess sem atvinnulífið þarf að búa sig undir en eins eru nemendur í öllum greinum að skoða hvað það er sem atvinnulífið er að leita eftir. 2. febrúar 2022 07:00 „Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. 29. desember 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Í Danmörku bjóða fyrirtæki í miklu meira mæli upp á hlutastörf fyrir nemendur og vinna langflestir samhliða námi. Þetta eru oftast störf sem tengjast náminu á einhvern hátt, sem gerir það að verkum að ungmenni fá mjög snemma góða reynslu af vinnumarkaðinum og geta nýtt þessa reynslu þegar að námi lýkur,“ segir Birna Helga Jóhannesdóttir ráðgjafi hjá Boston Consulting Group (BCG) í Danmörku. Þetta segja hún og Guðrún Olsen, fulltrúi hjá BCG, að sé mikill munur á því hvernig ungt fólk kemst inn á vinnumarkaðinn þar. Þó segja þær margt líkt með atvinnulífinu í Danmörku og á Íslandi. „Stærsti munurinn er að allt er mikið stærra í Danmörku, fyrirtækin stærri og alþjóðlegri, verkefnin stærri, og þar af leiðandi sérhæfingin líka meiri, stærðarhagkvæmnin gerir það að verkum að það er markaður fyrir meira „niche” (sérstaða) sérhæfingu,“ segir Guðrún. Að vera „top-tier“ Birna og Guðrún starfa báðar hjá BCG, en það fyrirtæki er eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki í heimi. BCG var stofnað árið 1963 og er með starfsstöðvar í yfir 90 löndum. Í Danmörku er ráðgjafastarf BCG skilgreint sem „top-tier Management Consulting“ sem þýðir að þá starfa ráðgjafar og fulltrúar í stjórnendaráðgjöf í efsta flokki (d. top tier) þar sem teymin samanstanda af mörgum sérfræðingum á ólíkum sviðum. Starfsmenn BCG eru á heimsvísu um 23 þúsund manns. Birna Helga er 27 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í Viðskiptagreiningu (e. Business Analytics) frá ESADE í Barcelona og BS próf í stærðfræði frá HÍ. „Áður en ég hóf meistaranám vann ég hjá Íslandsbanka, í greiningu og fyrirtækjaráðgjöf. Ég bý núna í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum mínum, og hundinum okkar henni Míu,“ segir Birna. Guðrún er 29 ára gömul. Hún kláraði BA í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík og meistaranám í sama fagi í Kaupmannahafnarháskóla. „Ég starfaði síðan sem íslenskur og danskur lögmaður í rúmlega þrjú ár áður en ég skipti yfir til BCG.“ Birna fékk stöðuhækkun síðasta sumar og vinnur nú sem ráðgjafi hjá BCG (e. Consultant). Hún hafði áður starfað sem fulltrúi (e. Associate) sem er stöðuheiti Guðrúnar. „Sem ráðgjafi og fulltrúi ertu ábyrg fyrir afmörkuðu verkefni sem er hluti af stærra verkefni sem við vinnum fyrir stærstu fyrirtæki Evrópu,“ segir Guðrún. Verkefnin þeirra geta verið til dæmis að setja upp viðskiptamódel (e. Business case) fyrir áreiðanleikakönnun eða leiða hluta af ESG stefnumótun (e. Environment, Social & Governance), meðal annars fjölbreytileika og inngildingarverkefni (e. Diversity & Inclusion). „Ráðgjafi eða fulltrúi leiðir vinnuna fyrir sinn hluta en sér líka um samskipti við viðskiptavini og aðra sérfræðinga. Sem ráðgjafi færðu til viðbótar tækifæri til þess að leiðbeina liðsfélögum með minni starfsreynslu, úthluta þeim verkefni og aðstoða þá við að skipuleggja sína vinnu,“ segir Birna. Þurfa oft að fara út fyrir þægindarammann Birna og Guðrún segja fjölbreytileika starfsins hjá BCG ekki síst endurspeglast í því að mjög reglulega eru þær að takast á við ný verkefni (oft á tíðum á fimm til sex vikna fresti). Sem geta verið afar ólík innbyrðis. Þetta þýði spennandi fjölbreytileika en feli líka í sér alls kyns áskoranir. Fjölbreytileiki verkefna gerir það að verkum að starfið er oft á tíðum krefjandi og krefst mikillar vinnu en við erum stöðugt að læra nýja hluti og þar af leiðandi oftar en ekki að vinna fyrir utan þægindarammann, þar sem það koma alltaf nýjar áskoranir eða verkefni,“ segir Guðrún og bætir við: „Það er jafnframt það sem okkur þykir skemmtilegast og mest heillandi við vinnuna og eitthvað sem okkur hefur þótt erfitt að finna annars staðar.“ Birna segir þennan fjölbreytileika og allt það sem honum fylgir, vera það sem laðaði hana að starfinu. „Þegar ég fór í gegnum umsóknarferlið hjá BCG fyrir um þremur árum síðan var ég spurð þeirri klassísku spurning afhverju mig langaði að vinna sem ráðgjafi. Ég svaraði að fjölbreytileiki væri helsta ástæðan og þær væntingar hafa staðist,“ segir Birna og bætir við: Og ef eitthvað er, hefur upplifun farið fram úr væntingum, því ég var meira að einblína á fjölbreytileika verkefnanna sjálfa en vanmat kannski á þeim tíma hvað það hafði mikið að segja hvað fjölbreytileika varðar, að vinna svona reglulega með nýjum teymum og sérfræðingum, þar sem fólk kemur frá alls konar ólíkum bakgrunnum.“ Birna og Guðrún fara í ný verkefni á fimm til sex vikna fresti. Þessi verkefni eru oft mjög ólík innbyrðis og þótt fjölbreytileikinn sé einmitt það sem gerir starfið svo spennandi, þýðir þetta líka að með nýjum verkefnum eru þær sífellt að takast á við nýjar áskoranir. Þótt það þýði að oft þurfi þá að fara út fyrir þægindarammann.Vísir/Aðsend Vinnusemi Íslendinga þekkt erlendis Birna og Guðrún segjast ekki upplifa neina sérstöðu við það að vera Íslendingar. „En vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel í ráðgjafastarfinu,“ segja þær þó. Aðspurðar um það hvað Íslendingar geti lært af dönsku atvinnulífi, benda þær á þessa dönsku leið að ráða námsfólk í hlutastörf, sem um leið tryggir ungu fólki innkomu inn á vinnumarkaðinn. „Umsækjendur leggja þá oftast meiri áherslu á að öðlast reynslu frekar en að huga einungis um það þéna pening,“ segir Birna. „Okkur finnst líka að fyrirtæki í Danmörku leggi meiri áherslu á félagslíf innan fyrirtækisins. Eru reglulega með viðburði til að koma fólki saman. Þetta finnst okkur hafa mjög jákvæð áhrif á vinnuumhverfið en þetta eru þá viðburðir eins og að hittast á bar á föstudegi, innanhús íþróttamót, fjölskylduviðburðir og fleira,“ segir Guðrún. Margt forystufólk í íslensku atvinnulífi hefur starfað sem ráðgjafar erlendis eftir nám, en síðan flust til Íslands. Sem dæmi má nefna Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Sjáið þið fyrir ykkur að flytja aftur heim? „Eins mikið og ég elska að búa í Kaupmannahöfn þá hef ég alltaf verið opin með það að ég sjái fyrir mér að koma heim til Íslands á einhverjum tímapunkti. Það er hins vegar óljóst hvenær það verður og hvort mitt næsta starf verði á Íslandi eða annars staðar. Hvernig sem þau mál munu þróast þá tel ég að ég muni alltaf taka með mér mikilvæga reynslu frá starfinu mínu hjá BCG sem ég mun geta nýtt mér á hvaða vettvangi sem ég mun kjósa að fara,“ svarar Birna. „Aldrei að vita. Ég flutti erlendis staðráðin í að fara heim eftir tveggja ára meistaranám, en hér er ég enn tæpum sjö árum seinna, hætt að vinna við það sem ég lærði og ennþá ánægð. Það er þó ekki hægt að útiloka möguleikann á að flytja heim ef það kemur spennandi möguleiki , en draumurinn í dag er að vinna fleiri verkefni á Íslandi í gegnum BCG, styrkja tengslin & hafa áhrif þá leiðina,“ svarar Guðrún.
Starfsframi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01 Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Mikil fjölgun doktorsnema er meðal þess sem atvinnulífið þarf að búa sig undir en eins eru nemendur í öllum greinum að skoða hvað það er sem atvinnulífið er að leita eftir. 2. febrúar 2022 07:00 „Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. 29. desember 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. 3. febrúar 2022 07:01
Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Mikil fjölgun doktorsnema er meðal þess sem atvinnulífið þarf að búa sig undir en eins eru nemendur í öllum greinum að skoða hvað það er sem atvinnulífið er að leita eftir. 2. febrúar 2022 07:00
„Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01
Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. 29. desember 2021 07:01