Hlutverk hönnunar í grænu byltingunni Ragna Sara Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun