Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. febrúar 2022 19:38 Það var sannkallað aftakaveður á landinu öllu í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. Það var upp úr klukkan nítján í gærkvöld sem lægðin skall á af fullum krafti, þegar rauð viðvörun tók gildi, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá upphafi. Vindhviður næturinnar eru með þeim sterkustu sem sést hafa en í efri byggðum náðu þær að 39 metrum á sekúndu, á Suðurlandi um 40 metrum og við Hafnarfjall um 50 metrum. Sterkastar voru hviðurnar í Kerlingarfjöllum þar sem þær náðu rúmum 67 metrum á sekúndu. Næsta lægðkemur á föstudaginn Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, segir þessar vindhviður koma á fjöllum í flóknu landslagi og eru þær að hluta til búnar til af landslaginu. Aðspurð um hvort „Við erum auðvitað bara vön því í gegnum tíðina að fá á nokkra ára fresti svona djúpar og miklar lægðir og það er engin breyting svo sem á því,“ segir Elín aðspurð um hvort lægðirnar séu eitthvað sem landsmenn þurfa að venjast. Víða var mikill vatnselgur á höfuðborgarsvæðinu í gær en nú er tekið að frjósa og er flughált víða. „Síðan er útlit fyrir næstu lægð á föstudaginn og henni fylgir talsverð rigning þannig það þarf þá að fara í sömu aðgerðir og í gær, að moka frá niðurföllum og passa að vatn komist sinnar leiðar,“ segir Elín. Engar viðvaranir eru nú í gildi á landinu en appelsínugular viðvaranir taka gildi á Vestfjörðum í fyrramálið og gular viðvaranir á Norðurlandi. Þannig má gera ráð fyrir leiðinlegu veðri eitthvað áfram. „Það verður aðeins rólegra á fimmtudaginn en svo er næsta lægð á föstudaginn og hún lítur ekkert sérstaklega skemmtilega út,“ segir Elín. Lokanir, vatns- og foktjón víða Enn margir vegir lokaðir, flugsamgöngur fóru úr skorðum og víðtækt rafmagnsleysi var víða. Þrátt fyrir viðvaranir og lokanir var töluverð umferð um Hellisheiði og Þrengslin, þar sem fólk sat fast í bílum sínum klukkustundunum saman. „Fólk er tekið með snjóbílunum niður að Litlu kaffistofunni þar er því safnað í stærri bílana og ferjað niður úr og síðan ferjað niður í Þorlákshöfn, þar er fjöldahjálparstöð þannig að þetta eru sveitir sunnan heiða og hinum megin frá, frá höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Haukur Harðarson, björgunarsveitarmaður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Og hún var nokkuð drungaleg sjónin á heiðinni í morgun þar sem sjá mátti snævi þakta bílanna, en það var eitt af verkefnum viðbragðsaðila í dag að losa þá. Verkefnin voru á þriðja hundrað talsins og sneru flest að foktjóni og vatnslekum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur, við erum með fjórar slökkvistöðvar hérna og menn eru búnir að vera úti stanslaust nánast í allt kvöld,“ sagði Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í gær. „Þetta getur drekkt bílnum þínum ef þú ferð ekki varlega út í þetta það er búið að gerast á nokkrum stöðum,“ sagði Gunnar Ingi Sverrisson, björgunarsveitarmaður sem var að vinna við Miklubrautina í gær. „Við erum búnir að tína hlífar undan ansi mörgum bílum hérna upp á pollinum sem eru búnir að stífla niðurföllin. Fólk þarf að fara varlega, keyra hægt, og vera ekkert að keyra þessa polla á minni bílum, það sýnir sig,“ sagði Magnús Stefán Sigurðsson björgunarsveitarmaður, enn fremur. Staðan var slæm víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum en mest varð tjónið á Hamarshöllinni í Hveragerði. „Húsið hefur reynst afskaplega vel og núna finnum við þegar það er farið hvað litla íþróttahúsið er bara lítið og kemur aldrei til með að koma í staðinn fyrir það sem við höfðum þarna,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í dag. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Það var upp úr klukkan nítján í gærkvöld sem lægðin skall á af fullum krafti, þegar rauð viðvörun tók gildi, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá upphafi. Vindhviður næturinnar eru með þeim sterkustu sem sést hafa en í efri byggðum náðu þær að 39 metrum á sekúndu, á Suðurlandi um 40 metrum og við Hafnarfjall um 50 metrum. Sterkastar voru hviðurnar í Kerlingarfjöllum þar sem þær náðu rúmum 67 metrum á sekúndu. Næsta lægðkemur á föstudaginn Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, segir þessar vindhviður koma á fjöllum í flóknu landslagi og eru þær að hluta til búnar til af landslaginu. Aðspurð um hvort „Við erum auðvitað bara vön því í gegnum tíðina að fá á nokkra ára fresti svona djúpar og miklar lægðir og það er engin breyting svo sem á því,“ segir Elín aðspurð um hvort lægðirnar séu eitthvað sem landsmenn þurfa að venjast. Víða var mikill vatnselgur á höfuðborgarsvæðinu í gær en nú er tekið að frjósa og er flughált víða. „Síðan er útlit fyrir næstu lægð á föstudaginn og henni fylgir talsverð rigning þannig það þarf þá að fara í sömu aðgerðir og í gær, að moka frá niðurföllum og passa að vatn komist sinnar leiðar,“ segir Elín. Engar viðvaranir eru nú í gildi á landinu en appelsínugular viðvaranir taka gildi á Vestfjörðum í fyrramálið og gular viðvaranir á Norðurlandi. Þannig má gera ráð fyrir leiðinlegu veðri eitthvað áfram. „Það verður aðeins rólegra á fimmtudaginn en svo er næsta lægð á föstudaginn og hún lítur ekkert sérstaklega skemmtilega út,“ segir Elín. Lokanir, vatns- og foktjón víða Enn margir vegir lokaðir, flugsamgöngur fóru úr skorðum og víðtækt rafmagnsleysi var víða. Þrátt fyrir viðvaranir og lokanir var töluverð umferð um Hellisheiði og Þrengslin, þar sem fólk sat fast í bílum sínum klukkustundunum saman. „Fólk er tekið með snjóbílunum niður að Litlu kaffistofunni þar er því safnað í stærri bílana og ferjað niður úr og síðan ferjað niður í Þorlákshöfn, þar er fjöldahjálparstöð þannig að þetta eru sveitir sunnan heiða og hinum megin frá, frá höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Haukur Harðarson, björgunarsveitarmaður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Og hún var nokkuð drungaleg sjónin á heiðinni í morgun þar sem sjá mátti snævi þakta bílanna, en það var eitt af verkefnum viðbragðsaðila í dag að losa þá. Verkefnin voru á þriðja hundrað talsins og sneru flest að foktjóni og vatnslekum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur, við erum með fjórar slökkvistöðvar hérna og menn eru búnir að vera úti stanslaust nánast í allt kvöld,“ sagði Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í gær. „Þetta getur drekkt bílnum þínum ef þú ferð ekki varlega út í þetta það er búið að gerast á nokkrum stöðum,“ sagði Gunnar Ingi Sverrisson, björgunarsveitarmaður sem var að vinna við Miklubrautina í gær. „Við erum búnir að tína hlífar undan ansi mörgum bílum hérna upp á pollinum sem eru búnir að stífla niðurföllin. Fólk þarf að fara varlega, keyra hægt, og vera ekkert að keyra þessa polla á minni bílum, það sýnir sig,“ sagði Magnús Stefán Sigurðsson björgunarsveitarmaður, enn fremur. Staðan var slæm víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum en mest varð tjónið á Hamarshöllinni í Hveragerði. „Húsið hefur reynst afskaplega vel og núna finnum við þegar það er farið hvað litla íþróttahúsið er bara lítið og kemur aldrei til með að koma í staðinn fyrir það sem við höfðum þarna,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í dag.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira