„Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með frjálsa för“ Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 08:00 Selfyssingar fögnuðu vel og innilega þegar þeir urðu Íslandmeistarar í fyrsta sinn árið 2019. Nú er fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar slæm. VÍSIR/VILHELM Formaður handknattleiksdeildar Selfoss segir það algjört „kjaftæði“ að deildin rambi á barmi gjaldþrots og vilji rifta samningum við leikmenn. Staðan sé þó vissulega erfið eftir tvö ár af takmörkunum tengdum kórónuveirufaraldrinum. Selfoss hefur ungað út landsliðsmönnum á undanförnum árum eins og Íslendingar hafa orðið vel varir við á stórmótum, nú síðast Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, og fyrir þremur árum varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar var því haldið fram að nú væri hins vegar heldur dekkra yfir á bökkum Ölfusár, og að Selfyssingar skulduðu um og yfir 30 milljónir króna og hefðu tilkynnt ákveðnum leikmönnum að þeim væri frjálst að yfirgefa félagið í sumar: „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Vísi og vill ekki meina að félagið muni að verulegu leyti draga saman seglin: „Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“. Við ætlum að halda áfram okkar öfluga starfi en við þurfum að gefa í til að geta klárað þetta verkefni. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á reksturinn en við munum ekki segja upp leikmannasamningum með neinum hætti,“ segir Þórir. Það sé því kolrangt að ætla að það stefni í „brunaútsölu“ hjá Selfyssingum á leikmannamarkaðnum í vor: „Algjörlega. Það er ekki í myndinni.“ Selfyssingar eru væntanlega á leið í úrslitakeppni í vor en þeir sitja í 6. sæti Olís-deildarinnar eftir 15 leiki af 22.Vísir/Elín Björg Þó að Þórir segi rangt að Selfoss skuldi 30 milljónir króna viðurkennir hann að fjárhagsstaðan hafi versnað mikið í kórónuveirufaraldrinum, þó að Árborg hafi hlaupið undir bagga og bætt upp tekjutap vegna miðasölu frá síðustu áramótum. Tugmilljóna tap vegna Covid „Fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er slæm, eins og margra annarra félaga, eftir að hafa orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Covid sem ekki hefur verið bætt. Það er verkefni sem við höfum verið og erum að vinna að. Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar foresendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir sem segir úrræði ríkisins hingað til engan veginn hafa dugað. Selfoss hefur skilað sterkum leikmönnum inn í íslenska landsliðið á síðustu árum, eins og Elvari Erni Jónssyni sem hér fagnar með stuðningsmönnum þegar liðið var að verða Íslandsmeistari fyrir þremur árum.VÍSIR/VILHELM Gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða „Tjónið liggur náttúrulega í því að áhorfendatekjur hafa í tvö ár, frá upphafi Covid, verið nánast engar. Verulegur hluti af okkar tekjum kemur af leikjum á vorin, auk stórra móta og annarra tekjuaflana sem við stöndum fyrir. Bylgjur faraldursins komu því mjög illa við helstu tekjuöflunartímabil okkar,“ segir Þórir og bætir við: „Tjónið nam vissulega tugmilljónum hjá okkur, ég vil ekki gefa upp ákveðnar tölur í því samhengi, en þetta eru verulegar fjárhæðir sem við þurfum að ná til baka. Við erum búin að gera áætlanir um að ef við þurfum að bera allt tjónið sjálf þá munum við ná því niður á 4-5 árum, og við höfum þegar náð miklum árangri í að ná niður þessu tjóni, en það verður auðvitað gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða á næstu árum að halda uppi öflugri og fullri starfsemi samhliða því að bæta upp Covid-tapið.“ Olís-deild karla Handbolti Samkomubann á Íslandi Árborg Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Selfoss hefur ungað út landsliðsmönnum á undanförnum árum eins og Íslendingar hafa orðið vel varir við á stórmótum, nú síðast Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, og fyrir þremur árum varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar var því haldið fram að nú væri hins vegar heldur dekkra yfir á bökkum Ölfusár, og að Selfyssingar skulduðu um og yfir 30 milljónir króna og hefðu tilkynnt ákveðnum leikmönnum að þeim væri frjálst að yfirgefa félagið í sumar: „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Vísi og vill ekki meina að félagið muni að verulegu leyti draga saman seglin: „Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“. Við ætlum að halda áfram okkar öfluga starfi en við þurfum að gefa í til að geta klárað þetta verkefni. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á reksturinn en við munum ekki segja upp leikmannasamningum með neinum hætti,“ segir Þórir. Það sé því kolrangt að ætla að það stefni í „brunaútsölu“ hjá Selfyssingum á leikmannamarkaðnum í vor: „Algjörlega. Það er ekki í myndinni.“ Selfyssingar eru væntanlega á leið í úrslitakeppni í vor en þeir sitja í 6. sæti Olís-deildarinnar eftir 15 leiki af 22.Vísir/Elín Björg Þó að Þórir segi rangt að Selfoss skuldi 30 milljónir króna viðurkennir hann að fjárhagsstaðan hafi versnað mikið í kórónuveirufaraldrinum, þó að Árborg hafi hlaupið undir bagga og bætt upp tekjutap vegna miðasölu frá síðustu áramótum. Tugmilljóna tap vegna Covid „Fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er slæm, eins og margra annarra félaga, eftir að hafa orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Covid sem ekki hefur verið bætt. Það er verkefni sem við höfum verið og erum að vinna að. Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar foresendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir sem segir úrræði ríkisins hingað til engan veginn hafa dugað. Selfoss hefur skilað sterkum leikmönnum inn í íslenska landsliðið á síðustu árum, eins og Elvari Erni Jónssyni sem hér fagnar með stuðningsmönnum þegar liðið var að verða Íslandsmeistari fyrir þremur árum.VÍSIR/VILHELM Gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða „Tjónið liggur náttúrulega í því að áhorfendatekjur hafa í tvö ár, frá upphafi Covid, verið nánast engar. Verulegur hluti af okkar tekjum kemur af leikjum á vorin, auk stórra móta og annarra tekjuaflana sem við stöndum fyrir. Bylgjur faraldursins komu því mjög illa við helstu tekjuöflunartímabil okkar,“ segir Þórir og bætir við: „Tjónið nam vissulega tugmilljónum hjá okkur, ég vil ekki gefa upp ákveðnar tölur í því samhengi, en þetta eru verulegar fjárhæðir sem við þurfum að ná til baka. Við erum búin að gera áætlanir um að ef við þurfum að bera allt tjónið sjálf þá munum við ná því niður á 4-5 árum, og við höfum þegar náð miklum árangri í að ná niður þessu tjóni, en það verður auðvitað gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða á næstu árum að halda uppi öflugri og fullri starfsemi samhliða því að bæta upp Covid-tapið.“
Olís-deild karla Handbolti Samkomubann á Íslandi Árborg Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira