Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 20:00 Jóhann Guðmundsson, Arna Pálsdóttir og Edda Þórunn Þórarinsdóttir. vísir Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira