Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2022 10:00 Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar