Viltu vinna milljón? Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. febrúar 2022 15:01 Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun