Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:00 Reykjavíkurdætur frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Turn This Around. Lagið er framlag þeirra til Söngvakeppninnar í ár en þær stíga á svið næsta laugardag í seinni undankeppninni. Aðsend Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around Blaðamaður tók púlsinn á Þuru Stínu, sem er meðlimur þessa öfluga stelpubands og fékk að heyra aðeins frá þessu tónlistarmyndbandi. Þura Stína er einnig bæði leikstjóri og framleiðandi á myndbandinu. Hvaðan kom hugmyndin að myndbandinu? Þura Stína: „Hugmyndin á bak við myndbandið kom til mín út frá okkar heimi. Heimi Reykjavíkurdætra. Við erum átta í hljómsveitinni og alveg ótrúlega ólíkir karakterar. Samhliða því að vera tónlistarkonur erum við allar í okkar eigin verkefnum. Við erum leikkonur, útvarpskonur, hönnuðir, sjónvarpskonur, listrænir stjórnendur, dansarar, plötusnúðar, mæður og dætur og lengi mætti áfram telja. Það er eitthvað svo fallegt við það að vera svona marglaga en að vera búnar að slípa þennan fallega samhljóm með öllum þessum ólíku og sterku einstaklingum í hljómsveitinni. Þura Stína er leikstjóri og framleiðandi tónlistarmyndbandsins við lagið Turn This Around.Aðsend Mig langaði til að endurspegla okkar eigin heima sem einstaklingar en líka heiminn sem við höfum skapað allar saman í gegnum samstarfið, vináttuna og tónlistina okkar. Við erum alltaf saman á tónleikaferðalögum og öll verkefnin okkar verða einhvers konar ferðalag en það gerist líklega þegar þú ert í svona rosalega nánu samstarfi með svona mörgum skapandi einstaklingum. Það verða svo margar hliðar á öllu sem getur verið krefjandi en er líka um leið mjög gefandi. Það er svo gott að geta alltaf sótt innblástur í hvor aðra. Mig langaði mikið að reyna að hleypa áhorfandanum inn í þetta ferðalag með okkur.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvernig gekk hugmyndavinnan og tökurnar? Þura Stína: „Hugmyndavinnan gekk mjög vel, þetta var allt rosalega skýrt í hausnum á mér alveg frá því að hugmyndin kom upp. Ég bý í Mílanó og var í fríi á Como með fjölskyldunni minni þegar ég lá andvaka eitt kvöldið og gat ekki hætt að hugsa um þetta konsept. Öll helgin fór þar af leiðandi í skrif og listræna útfærslu en það var mjög erfitt að ætla að reyna að slökkva á þessari fæðingu. Þetta var í nóvember svo að það er ekkert eðlilega gaman að við séum loksins að gefa þetta út í dag! Að svona stóru verkefni er hins vegar aldrei einn aðili að baki en ég vann þetta auðvitað í samvinnu við bæði stelpurnar og ótrúlega mikið af snillingum. Ég var í góðu sambandi við leikmyndahönnuðina Ilmi Stefánsdóttur og Jóhönnu Rakel til að útfæra þessa heima og allt útlit í myndbandinu. Tomas Marshall kom svo inn í verkefnið sem tökumaður en mig langaði til að skjóta þetta sem mest í einni töku, það er að segja hafa eins fáa klippi punkta og hægt var til að undirstrika ferðalagið. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Ég fékk góðar athugasemdir frá mikið af hæfileikafólki sem ég ráðlagði mig við og án alls tökuliðsins hefði auðvitað ekkert af þessu farið í framkvæmd. Við erum líka í nánu samstarfi við hæfileikaríku Sól Hansdóttur sem er búningahönnuðurinn okkar í Söngvakeppninni en við vildum nota vissa parta af búningunum okkar fyrir keppnina sjálfa og útfæra þá inn í myndbandið í bland við okkar eigin föt en okkur fannst það undirstrika sögnina á öllum þessum ólíku en tengdu heimum. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að gerð myndbandsins kærlega fyrir en það var valinn einstaklingur í hverju horni og allt gekk vonum framar.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvernig er stemmningin hjá Reykjavíkurdætrum rétt fyrir keppni? Þura Stína: „Við erum alveg ótrúlega spenntar að stíga á svið í Gufunesi næsta laugardag, erum búnar að vera að æfa mikið og hlökkum til að flytja lagið okkar loksins fyrir framan áhorfendur. Það er búið að vera gaman að fylgjast með öllum lögunum og keppendunum og það er ljóst að þetta verður spennandi keppni. Við erum allavega þvílíkt peppaðar! Þessi vinna og allt þetta ferli er búið að valdefla okkur sjálfar svo mikið og við vonum að lagið og flutningurinn muni gera það sama fyrir áhorfendur.“ Eitthvað annað sem þið viljið taka fram? Þura Stína: Reykjavíkurdætur keppa í næstu undankeppni laugardaginn 5. mars og eru númer þrjú í röðinni. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Tónlist Eurovision Menning Tengdar fréttir Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu. 18. febrúar 2022 09:31 Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around Blaðamaður tók púlsinn á Þuru Stínu, sem er meðlimur þessa öfluga stelpubands og fékk að heyra aðeins frá þessu tónlistarmyndbandi. Þura Stína er einnig bæði leikstjóri og framleiðandi á myndbandinu. Hvaðan kom hugmyndin að myndbandinu? Þura Stína: „Hugmyndin á bak við myndbandið kom til mín út frá okkar heimi. Heimi Reykjavíkurdætra. Við erum átta í hljómsveitinni og alveg ótrúlega ólíkir karakterar. Samhliða því að vera tónlistarkonur erum við allar í okkar eigin verkefnum. Við erum leikkonur, útvarpskonur, hönnuðir, sjónvarpskonur, listrænir stjórnendur, dansarar, plötusnúðar, mæður og dætur og lengi mætti áfram telja. Það er eitthvað svo fallegt við það að vera svona marglaga en að vera búnar að slípa þennan fallega samhljóm með öllum þessum ólíku og sterku einstaklingum í hljómsveitinni. Þura Stína er leikstjóri og framleiðandi tónlistarmyndbandsins við lagið Turn This Around.Aðsend Mig langaði til að endurspegla okkar eigin heima sem einstaklingar en líka heiminn sem við höfum skapað allar saman í gegnum samstarfið, vináttuna og tónlistina okkar. Við erum alltaf saman á tónleikaferðalögum og öll verkefnin okkar verða einhvers konar ferðalag en það gerist líklega þegar þú ert í svona rosalega nánu samstarfi með svona mörgum skapandi einstaklingum. Það verða svo margar hliðar á öllu sem getur verið krefjandi en er líka um leið mjög gefandi. Það er svo gott að geta alltaf sótt innblástur í hvor aðra. Mig langaði mikið að reyna að hleypa áhorfandanum inn í þetta ferðalag með okkur.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvernig gekk hugmyndavinnan og tökurnar? Þura Stína: „Hugmyndavinnan gekk mjög vel, þetta var allt rosalega skýrt í hausnum á mér alveg frá því að hugmyndin kom upp. Ég bý í Mílanó og var í fríi á Como með fjölskyldunni minni þegar ég lá andvaka eitt kvöldið og gat ekki hætt að hugsa um þetta konsept. Öll helgin fór þar af leiðandi í skrif og listræna útfærslu en það var mjög erfitt að ætla að reyna að slökkva á þessari fæðingu. Þetta var í nóvember svo að það er ekkert eðlilega gaman að við séum loksins að gefa þetta út í dag! Að svona stóru verkefni er hins vegar aldrei einn aðili að baki en ég vann þetta auðvitað í samvinnu við bæði stelpurnar og ótrúlega mikið af snillingum. Ég var í góðu sambandi við leikmyndahönnuðina Ilmi Stefánsdóttur og Jóhönnu Rakel til að útfæra þessa heima og allt útlit í myndbandinu. Tomas Marshall kom svo inn í verkefnið sem tökumaður en mig langaði til að skjóta þetta sem mest í einni töku, það er að segja hafa eins fáa klippi punkta og hægt var til að undirstrika ferðalagið. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Ég fékk góðar athugasemdir frá mikið af hæfileikafólki sem ég ráðlagði mig við og án alls tökuliðsins hefði auðvitað ekkert af þessu farið í framkvæmd. Við erum líka í nánu samstarfi við hæfileikaríku Sól Hansdóttur sem er búningahönnuðurinn okkar í Söngvakeppninni en við vildum nota vissa parta af búningunum okkar fyrir keppnina sjálfa og útfæra þá inn í myndbandið í bland við okkar eigin föt en okkur fannst það undirstrika sögnina á öllum þessum ólíku en tengdu heimum. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að gerð myndbandsins kærlega fyrir en það var valinn einstaklingur í hverju horni og allt gekk vonum framar.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvernig er stemmningin hjá Reykjavíkurdætrum rétt fyrir keppni? Þura Stína: „Við erum alveg ótrúlega spenntar að stíga á svið í Gufunesi næsta laugardag, erum búnar að vera að æfa mikið og hlökkum til að flytja lagið okkar loksins fyrir framan áhorfendur. Það er búið að vera gaman að fylgjast með öllum lögunum og keppendunum og það er ljóst að þetta verður spennandi keppni. Við erum allavega þvílíkt peppaðar! Þessi vinna og allt þetta ferli er búið að valdefla okkur sjálfar svo mikið og við vonum að lagið og flutningurinn muni gera það sama fyrir áhorfendur.“ Eitthvað annað sem þið viljið taka fram? Þura Stína: Reykjavíkurdætur keppa í næstu undankeppni laugardaginn 5. mars og eru númer þrjú í röðinni. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik)
Tónlist Eurovision Menning Tengdar fréttir Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu. 18. febrúar 2022 09:31 Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu. 18. febrúar 2022 09:31
Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25