Hrós lætur okkur líða vel Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2022 09:01 „Flott klipping, hún fer þér vel“, „Ræðan sem þú hélst í afmælisveislunni var mjög áhrifamikil“, „Þú ert virkilega góður vinur; ég get ekki sagt þér hversu frábært það var að tala við þig í síðustu viku þegar ég var í uppnámi.“ Einlægt hrós lætur okkur líða vel, bæði þegar við veitum það og þiggjum. Þegar við hrósum sýnum við þakklæti, sem er grundvallarþörf mannsins og mikilvægt í öllum samskiptum. Vísindamenn hafa komist að því að sömu hlutar heilans lýsast upp þegar við fáum hrós og þegar við fáum umbun eins og peninga. Hrós hjálpar okkur að taka eftir og meta það sem er gott. Það styrkir æskilega hegðun. Ef við segjum sem dæmi samstarfsmanni hversu gott það sé að geta leitað til hans um aðstoð og ráð er líklegt að hann verði boðinn og búinn að aðstoða okkur í framtíðinni. Hvernig getum við orðið betri í að gefa hrós? Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð. Veittu einlægt hrós Það gæti virst skaðlaust að segja einhverjum að skórnir hans séu fallegir, jafnvel þó að þér finnist þeir ljótir. En í langflestum tilfellum mun ósvikið hrós hafa mun meiri áhrif. Flest okkar hafa sjötta skilningarvitið þegar einhver segir eitthvað án þess að meina það. Taktu eftir Lykillinn að því að gefa hrós og vera góður í því að gefa hrós er að veita fólkinu í kringum sig eftirtekt. Taktu eftir því hvað þér líkar við eða kannt að meta við manneskjuna og nefndu það. Vertu nákvæmur og útskýrðu hvers vegna þú ert að hrósa Gott hrós er nákvæmt og sértækt. Að heyra að einhverjum finnist við klár, góð eða falleg er auðvitað gaman að heyra, en slíkt hrós er almennt og getur átt við um marga. Að nefna eitthvað ákveðið sýnir að við veitum eftirtekt. Í stað þess að segja einhverjum að hann sé góður fundarstjóri væri t.d. hægt að segja: „Mig langar að hrósa þér fyrir fundarstjórnina áðan. Ég var ánægður með að þú skulir hafa tekið sorpmálið af dagskrá. Við hefðum aldrei náð að ljúka fundinum á tilsettum tíma þar sem við þurfum góðan tíma til að ræða þetta mál frá öllum hliðum. Veittu hrós sem oftast Helst ættum við að gefa (og fá) hrós á hverjum degi, sérstaklega í nánum samböndum. Það er mjög auðvelt að taka hvert öðru sem sjálfsögðum hlut eða gera aðeins að umtalsefni það sem þarfnast lausna. Að taka eftir öllu því góða við maka þinn, börn þín, systkini eða vini er mikilvægt og getur styrkt sambandið. Þegar við venjumst því að gefa oftar hrós munum við líka taka betur eftir því sem vel gengur. Taktu á móti hrósi með þakklæti Stundum finnst fólki óþægilegt að fá hrós og sumir tengja hrós við mont. Að kunna að taka hrósi er jafn mikilvægt og að gefa hrós. Þegar við höfnum hrósi eða gerum lítið úr því erum við í raun að segja þeim sem hrósar okkur að hann hafi rangt fyrir sér eða að við viljum ekki fá hrós. Þetta er eins og að neita að þiggja gjöf frá einhverjum. Einfalt „TAKK“ virkar oft best. Alþjóðlegi hrósdagurinn Alþjóðlegi hrósdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. mars. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 19 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en einlægt hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins . Þar setja um 7.000 manns reglulega inn hrós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Flott klipping, hún fer þér vel“, „Ræðan sem þú hélst í afmælisveislunni var mjög áhrifamikil“, „Þú ert virkilega góður vinur; ég get ekki sagt þér hversu frábært það var að tala við þig í síðustu viku þegar ég var í uppnámi.“ Einlægt hrós lætur okkur líða vel, bæði þegar við veitum það og þiggjum. Þegar við hrósum sýnum við þakklæti, sem er grundvallarþörf mannsins og mikilvægt í öllum samskiptum. Vísindamenn hafa komist að því að sömu hlutar heilans lýsast upp þegar við fáum hrós og þegar við fáum umbun eins og peninga. Hrós hjálpar okkur að taka eftir og meta það sem er gott. Það styrkir æskilega hegðun. Ef við segjum sem dæmi samstarfsmanni hversu gott það sé að geta leitað til hans um aðstoð og ráð er líklegt að hann verði boðinn og búinn að aðstoða okkur í framtíðinni. Hvernig getum við orðið betri í að gefa hrós? Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð. Veittu einlægt hrós Það gæti virst skaðlaust að segja einhverjum að skórnir hans séu fallegir, jafnvel þó að þér finnist þeir ljótir. En í langflestum tilfellum mun ósvikið hrós hafa mun meiri áhrif. Flest okkar hafa sjötta skilningarvitið þegar einhver segir eitthvað án þess að meina það. Taktu eftir Lykillinn að því að gefa hrós og vera góður í því að gefa hrós er að veita fólkinu í kringum sig eftirtekt. Taktu eftir því hvað þér líkar við eða kannt að meta við manneskjuna og nefndu það. Vertu nákvæmur og útskýrðu hvers vegna þú ert að hrósa Gott hrós er nákvæmt og sértækt. Að heyra að einhverjum finnist við klár, góð eða falleg er auðvitað gaman að heyra, en slíkt hrós er almennt og getur átt við um marga. Að nefna eitthvað ákveðið sýnir að við veitum eftirtekt. Í stað þess að segja einhverjum að hann sé góður fundarstjóri væri t.d. hægt að segja: „Mig langar að hrósa þér fyrir fundarstjórnina áðan. Ég var ánægður með að þú skulir hafa tekið sorpmálið af dagskrá. Við hefðum aldrei náð að ljúka fundinum á tilsettum tíma þar sem við þurfum góðan tíma til að ræða þetta mál frá öllum hliðum. Veittu hrós sem oftast Helst ættum við að gefa (og fá) hrós á hverjum degi, sérstaklega í nánum samböndum. Það er mjög auðvelt að taka hvert öðru sem sjálfsögðum hlut eða gera aðeins að umtalsefni það sem þarfnast lausna. Að taka eftir öllu því góða við maka þinn, börn þín, systkini eða vini er mikilvægt og getur styrkt sambandið. Þegar við venjumst því að gefa oftar hrós munum við líka taka betur eftir því sem vel gengur. Taktu á móti hrósi með þakklæti Stundum finnst fólki óþægilegt að fá hrós og sumir tengja hrós við mont. Að kunna að taka hrósi er jafn mikilvægt og að gefa hrós. Þegar við höfnum hrósi eða gerum lítið úr því erum við í raun að segja þeim sem hrósar okkur að hann hafi rangt fyrir sér eða að við viljum ekki fá hrós. Þetta er eins og að neita að þiggja gjöf frá einhverjum. Einfalt „TAKK“ virkar oft best. Alþjóðlegi hrósdagurinn Alþjóðlegi hrósdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. mars. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 19 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en einlægt hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins . Þar setja um 7.000 manns reglulega inn hrós.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar