Gaf Ólympíugullið sitt en óttast nú um líf sitt vegna þess Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 09:30 Svíinn Nils van der Poel sést hér með gullið um hálsinn á verðlaunapallinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Getty/Richard Heathcote Sænski skautahlauparinn Nils van der Poel vann tvö gull á Vetrarólympíuleikunum í Peking á dögunum en hann tók þá ákvörðun að gefa annað gullið sitt eftir að hann kom heim frá Kína. Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira