Ráðherra skipulagsmála boðar frestun uppbyggingar í Skerjafirði Bergþór Ólason skrifar 1. mars 2022 13:30 Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Ólason Miðflokkurinn Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun