Sjálfbær, femínísk endurreisn António Guterres skrifar 8. mars 2022 08:00 Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er. Konur hafa drýgt hetjudáðir í baráttunni við COVID-19 sem læknar, hjúkrunarfræðingar og starfsmenn í heilbrigðis- og félagslega geiranum. Hins vegar hafa konur og stúlkur verið fyrstar til að missa starfið eða missa úr skólagöngu. Þær hafa orðið að taka á sig enn meiri ógreidd umönnunarstörf. Þá hafa þær sætt sífellt meira heimilisofbeldi og ágengni á netinu og stúlkur verið þvingaðar barnungar í hjónabönd. Feðraveldið ristir djúpt Heimsfaraldurinn hefur sýnt fram á það, sem lengi hefur verið vitað: rætur feðraveldisins standa djúpt. Við búum í veröld þar sem karlar ráða lögum og lofum og menning þeirra drottnar. Fyrir vikið eru líkurnar meiri á að konur verði fátækt að bráð, sama hvort góðæri eða hallæri ríkir. Heilsugæslu þeirra er fórnað og menntun þeirra og tækifæri sitja á hakanum. Og á átakasvæðum frá Eþíópíu til Afganistans og Úkraínu standa konur berskjaldaðastar en eru á sama tíma háværastar í að tala máli friðar. Þegar horft er til framtíðar er sjálfbær og jöfn endurreisn í þágu allra einungis möguleg ef hún er í anda femínisma. Setja ber framfarir stúlkna og kvenna í forgrunn. Konur í forgang Við þurfum á efnahagslegum framförum að halda þar sem fjárfestingum er beint til menntunar kvenna, þjálfunar og sómasamlegrar atvinnu. Konur ættu að vera fremstar í röðinni þegar þær 400 milljónir starfa eru skapaðar sem þörf er á fyrir 2030. Við þurfum félagslegar framfarir í krafti fjárfestinga í félagslegri vernd og í umönnunargeiranum. Fjárfestingar af því tagi eru í hæsta máta arðsamar og skapa græn, sjálfbær störf. Um leið er stutt við bakið á samfélögum sem þurfa á aðstoð að halda, þar á meðal börnum, eldra fólki og sjúklingum. Við þurfum fjárhagslegar framfarir og umbætur á hinu siðferðilega gjaldþrota fjármálakerfi með það fyrir augum að öll ríki geti fjárfest í efnahagslegri endurreisn með konur í fyrirrúmi. Þetta felur í sér eftirgjöf skulda og réttlátara skattakerfi til þess að færa fé frá hinum ríkustu í heiminum til þeirra sem þurfa þess mest. Við þurfum loftslagsaðgerðir sem fela í sér brýn umskipti. Snúa þarf af braut ófyrirleitinnar losunar. Uppræta ber ójafnrétti kynjanna sem veldur því að stúlkur og konur standa hlutfallslega höllustum fæti. Þróuðum ríkjum ber að standa við fyrirheit um fjárhagslegan og tæknilegan stuðning til að greiða fyrir umskiptum frá jarðefnaeldsneyti. Græn, sjálfbær hagkerfi sem taka tillit til kvenna, verða árangursríkust og stöðugust í framtíðinni. Við þurfum fleiri konur í forystu ríkisstjórna og fyrirtækja, þar á meðal í hóp fjármálaráðherra og forstjóra, til að þróa og hrinda í framkvæmd grænni, framfarasinnaðri stefnumótun í þágu allra þjóðfélagsþegna. Kynjakvótar nauðsynlegir Við vitum, til dæmis, að þar sem konur eru fjölmennar á þjóðþingum er líklegra en ella að gripið sé til róttækra loftslagsaðgerða og framlög til heilsugæslu og menntunar hækkuð. Við þurfum pólitískar framfarir sem tryggja, með hnitmiðuðum aðgerðum og kynjakvótum, að konur njóti jafnréttis á við karla í forystusveit og eigi fulltrúa til jafns við þá á öllum stigum pólítiskrar ákvarðanatöku. Ójöfnuður á milli kynja er fyrst og fremst spurning um vald. Uppræting aldagamals feðraveldis krefst að valdi sé skipt til jafns í hverri einustu stofnun, á hverju einasta stigi. Jöfnuði náð hjá SÞ Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna höfum við tryggt jöfnuð á milli kynjanna í æðstu stöðum í höfuðstöðvum okkar og út um allan heim. Þetta hefur bætt umtalsvert getu okkar til að endurspegla og sinna þeim samfélögum sem við þjónum. Við getum sótt innblástur til kvenna í hverju sem er þegar þoka þarf áfram framfaramálum hvar sem er í heiminum. Ungar konur í hópi loftslagsbarátttufólks eru í fararbroddi alheims-viðleitni til að þrýsta á ríkisstjórnir til að standa við fyrirheit sín. Djarfar baráttukonur krefjast jafnréttis og réttlætis. Konur stuðla að friðsælli samfélögum sem friðargæsluliðar, sáttasemjarar og hjálparstarfsmenn á sumum erfiðustu stöðum heims. Þar sem réttindabarátta kvenna er öflug, er lýðræðið sterkara. Þegar fjárfest er í auknum tækifærum fyrir konur og stúlkur, er það í þágu alls mannkyns. Við þurfum að þoka réttindum kvenna fram á við í nafni réttlætis, jafnréttis, siðferðis og hreinlega heilbrigðrar skynsemi. Við þurfum sjálfbæra, femíníska endurreisn fyrir konur og í krafti kvenna. Höfundur er aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er. Konur hafa drýgt hetjudáðir í baráttunni við COVID-19 sem læknar, hjúkrunarfræðingar og starfsmenn í heilbrigðis- og félagslega geiranum. Hins vegar hafa konur og stúlkur verið fyrstar til að missa starfið eða missa úr skólagöngu. Þær hafa orðið að taka á sig enn meiri ógreidd umönnunarstörf. Þá hafa þær sætt sífellt meira heimilisofbeldi og ágengni á netinu og stúlkur verið þvingaðar barnungar í hjónabönd. Feðraveldið ristir djúpt Heimsfaraldurinn hefur sýnt fram á það, sem lengi hefur verið vitað: rætur feðraveldisins standa djúpt. Við búum í veröld þar sem karlar ráða lögum og lofum og menning þeirra drottnar. Fyrir vikið eru líkurnar meiri á að konur verði fátækt að bráð, sama hvort góðæri eða hallæri ríkir. Heilsugæslu þeirra er fórnað og menntun þeirra og tækifæri sitja á hakanum. Og á átakasvæðum frá Eþíópíu til Afganistans og Úkraínu standa konur berskjaldaðastar en eru á sama tíma háværastar í að tala máli friðar. Þegar horft er til framtíðar er sjálfbær og jöfn endurreisn í þágu allra einungis möguleg ef hún er í anda femínisma. Setja ber framfarir stúlkna og kvenna í forgrunn. Konur í forgang Við þurfum á efnahagslegum framförum að halda þar sem fjárfestingum er beint til menntunar kvenna, þjálfunar og sómasamlegrar atvinnu. Konur ættu að vera fremstar í röðinni þegar þær 400 milljónir starfa eru skapaðar sem þörf er á fyrir 2030. Við þurfum félagslegar framfarir í krafti fjárfestinga í félagslegri vernd og í umönnunargeiranum. Fjárfestingar af því tagi eru í hæsta máta arðsamar og skapa græn, sjálfbær störf. Um leið er stutt við bakið á samfélögum sem þurfa á aðstoð að halda, þar á meðal börnum, eldra fólki og sjúklingum. Við þurfum fjárhagslegar framfarir og umbætur á hinu siðferðilega gjaldþrota fjármálakerfi með það fyrir augum að öll ríki geti fjárfest í efnahagslegri endurreisn með konur í fyrirrúmi. Þetta felur í sér eftirgjöf skulda og réttlátara skattakerfi til þess að færa fé frá hinum ríkustu í heiminum til þeirra sem þurfa þess mest. Við þurfum loftslagsaðgerðir sem fela í sér brýn umskipti. Snúa þarf af braut ófyrirleitinnar losunar. Uppræta ber ójafnrétti kynjanna sem veldur því að stúlkur og konur standa hlutfallslega höllustum fæti. Þróuðum ríkjum ber að standa við fyrirheit um fjárhagslegan og tæknilegan stuðning til að greiða fyrir umskiptum frá jarðefnaeldsneyti. Græn, sjálfbær hagkerfi sem taka tillit til kvenna, verða árangursríkust og stöðugust í framtíðinni. Við þurfum fleiri konur í forystu ríkisstjórna og fyrirtækja, þar á meðal í hóp fjármálaráðherra og forstjóra, til að þróa og hrinda í framkvæmd grænni, framfarasinnaðri stefnumótun í þágu allra þjóðfélagsþegna. Kynjakvótar nauðsynlegir Við vitum, til dæmis, að þar sem konur eru fjölmennar á þjóðþingum er líklegra en ella að gripið sé til róttækra loftslagsaðgerða og framlög til heilsugæslu og menntunar hækkuð. Við þurfum pólitískar framfarir sem tryggja, með hnitmiðuðum aðgerðum og kynjakvótum, að konur njóti jafnréttis á við karla í forystusveit og eigi fulltrúa til jafns við þá á öllum stigum pólítiskrar ákvarðanatöku. Ójöfnuður á milli kynja er fyrst og fremst spurning um vald. Uppræting aldagamals feðraveldis krefst að valdi sé skipt til jafns í hverri einustu stofnun, á hverju einasta stigi. Jöfnuði náð hjá SÞ Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna höfum við tryggt jöfnuð á milli kynjanna í æðstu stöðum í höfuðstöðvum okkar og út um allan heim. Þetta hefur bætt umtalsvert getu okkar til að endurspegla og sinna þeim samfélögum sem við þjónum. Við getum sótt innblástur til kvenna í hverju sem er þegar þoka þarf áfram framfaramálum hvar sem er í heiminum. Ungar konur í hópi loftslagsbarátttufólks eru í fararbroddi alheims-viðleitni til að þrýsta á ríkisstjórnir til að standa við fyrirheit sín. Djarfar baráttukonur krefjast jafnréttis og réttlætis. Konur stuðla að friðsælli samfélögum sem friðargæsluliðar, sáttasemjarar og hjálparstarfsmenn á sumum erfiðustu stöðum heims. Þar sem réttindabarátta kvenna er öflug, er lýðræðið sterkara. Þegar fjárfest er í auknum tækifærum fyrir konur og stúlkur, er það í þágu alls mannkyns. Við þurfum að þoka réttindum kvenna fram á við í nafni réttlætis, jafnréttis, siðferðis og hreinlega heilbrigðrar skynsemi. Við þurfum sjálfbæra, femíníska endurreisn fyrir konur og í krafti kvenna. Höfundur er aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun