Er allt í góðu? Jón Gunnarsson skrifar 2. mars 2022 12:31 Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Næturlíf Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun