Lífið

„Er oft að vinna í kringum mjög erfið og viðkvæm mál“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurlaug er með meðfæddan hæfileika sem marga dreymir um.
Sigurlaug er með meðfæddan hæfileika sem marga dreymir um.

Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir stofnaði skipulagsþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki en hún elskar að aðstoða fólk að fara í gegnum hluti og skipuleggja rýmin betur. Hún segir aðalvandamálið vegna óreiðu vera tímaleysi hjá fólki og það eigi allt of mikið af óþarfadóti sem enginn notar. Hún stofnaði Hver hlutur vorið 2021.

„Ég á rosalega auðvelt með þetta og þetta hefur alltaf komið svo auðveldlega til mín. Þetta er í raun bara eins og fólk sem sest niður og kann að spila á hljóðfæri eða fólk sem hendir einhverju í pott og það verður gott. Þetta virðist vera meðfæddur hæfileiki hjá mér,“ segir Sigurlaug og hlær en í dag heldur hún úti Instagram og Facebook-síðum utan um reksturinn. 

Hana langar í heimasíðu þegar þetta er lengra komið.

„Í þessari vinnu er maður oft að vinna í kringum mjög erfið og viðkvæm mál. Fólk er stundum í mjög erfiðum aðstæðum, búið að ganga í gegnum skilnað eða jafnvel andlát. Það er kannski búið að lenda í slysum og er að glíma við fötlun eða veikindi og maður þarf að sýna mjög mikla nærgætni og skilja alla dómhörku eftir heima. Ég dæmi engan fyrir draslið þeirra.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Klippa: Skipulag meðfæddur hæfileiki





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.