Beina sjónum sínum að íbúðabyggð til að brjóta Úkraínumenn niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 07:27 Liðsmaður úkraínska varnarliðsins stendur vörð austan við Kænugarð. Þangað sækja rússneskar hersveitir en hefur gengið brösuglega. epa/Roman Pilipey Kænugarður virðist vera aðalskotmark rússneskra hersveita að sögn yfirmanna úkraínska hersins en harðar árásir hafa einnig verið gerðar á Kharkív og Mykolaív síðasta sólahring. Úkraínski herinn segir Rússa vinna að því að mynda „landgang“ frá Krím og inn í Úkraínu og að herþotur hafi gert árás á Kænugar og Zhytomyr sem komu frá flugvöllum í Hvíta Rússlandi. Í nýjustu stöðuskýrslu Úkraínumanna segir að varnaraðgerðir séu yfirstandandi í austurhluta Donetsk en höfuðáhersla sé lögð á að standa vörð um Maríupól. Þá er barist um borgina Chernihiv en Úkraínuher segist hafa tekist að hindra sókn Rússa frá Balaklia til Dnipropetrovsk. Herinn segist hafa mátt þola mikið mannfall og eyðileggingu ýmissa hergagna en að Rússar hafi sömuleiðis tapað 88 flugvélum og þyrlum. Í skýrslunni segir að þeir rússnesku hermenn sem hafi verið fangaðir hafi fengið aðhlynningu en ljóst sé að mórallinn sé afar lélegur meðal þeirra, meðal annars vegna harðrar mótspyrnu úkraínsku þjóðarinnar. Þetta rímar nokkuð vel við daglega skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, þar sem segir að styrkur andspyrnu Úkraínumanna hafi komið Rússum verulega á óvart. Þeir hafi brugðist við með því að beina árásum sínum gegn íbúðahverfum til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 06 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/xXx8qpSqRp #StandWithUkraine pic.twitter.com/nJjcTJTDtX— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 6, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Úkraínski herinn segir Rússa vinna að því að mynda „landgang“ frá Krím og inn í Úkraínu og að herþotur hafi gert árás á Kænugar og Zhytomyr sem komu frá flugvöllum í Hvíta Rússlandi. Í nýjustu stöðuskýrslu Úkraínumanna segir að varnaraðgerðir séu yfirstandandi í austurhluta Donetsk en höfuðáhersla sé lögð á að standa vörð um Maríupól. Þá er barist um borgina Chernihiv en Úkraínuher segist hafa tekist að hindra sókn Rússa frá Balaklia til Dnipropetrovsk. Herinn segist hafa mátt þola mikið mannfall og eyðileggingu ýmissa hergagna en að Rússar hafi sömuleiðis tapað 88 flugvélum og þyrlum. Í skýrslunni segir að þeir rússnesku hermenn sem hafi verið fangaðir hafi fengið aðhlynningu en ljóst sé að mórallinn sé afar lélegur meðal þeirra, meðal annars vegna harðrar mótspyrnu úkraínsku þjóðarinnar. Þetta rímar nokkuð vel við daglega skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, þar sem segir að styrkur andspyrnu Úkraínumanna hafi komið Rússum verulega á óvart. Þeir hafi brugðist við með því að beina árásum sínum gegn íbúðahverfum til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 06 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/xXx8qpSqRp #StandWithUkraine pic.twitter.com/nJjcTJTDtX— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 6, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira