Óskað er eftir leiðtoga Inga Lind Karlsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:00 Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ væri stórt fyrirtæki að leita að forstjóra og kjósendur flokksins sætu í stjórninni þá væri niðurstaða fundarins að ráða til starfans kraftmikla manneskju með reynslu, skilning og þekkingu á þeim markaði sem fyrirtækið væri á en líka framsýni, nútímalega hugsun og kjark til að tengjast öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og vinna þannig með þeim að öllum og ýmsum málum þess, fyrirtækinu til heilla. Stjórnin væri að leita að forystumanni með leiðtogahæfileika. Í mínum huga er augljóst að Áslaug Hulda Jónsdóttir yrði ráðin. Einmitt þess vegna ætla ég að setja hana í fyrsta sæti á kjörseðlinum mínum á morgun, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Áslaug Hulda er nefnilega líklegust til að leiða sitt fólk til sigurs til í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Horfa verður til þess að henni tókst það síðast, þegar sigurinn var ekki bara afgerandi heldur líka sögulegur því rúm 62% kjósenda kusu listann. Með hana í fyrsta sæti. Hæfniskröfur Annað sem verður að hafa í huga er að það er hreint ekki útilokað að sá sem verður valinn oddviti á framboðslista flokksins, verði jafnframt bæjarstjóraefni hans, í bæ með 18 þúsund íbúa. Til þessa þyrfti áðurnefnd stjórn að horfa sérstaklega og gera ákveðnar hæfniskröfur. Þær yrðu: • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri ✓Áslaug hefur víðtæka reynslu bæði úr stjórnmálum og stjórnsýslu ásamt dýrmætri reynslu úr atvinnulífinu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður ✓Áslaug hefur komið á fót tveimur stórum fyrirtækjum, annað umhverfisfyrirtæki og hitt heilbrigðis- og velferðarfyrirtæki • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs ✓Leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir fjórum árum og hefur síðan verið formaður bæjarráðs þar sem fara í gegn allar helstu ákvarðanir bæjarins og stefnumótun • Góðir samskiptahæfileikar ✓Áslaug hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum allt sitt líf og aldrei veigrað sér við forystuhlutverki • Háskólamenntun sem nýtist í starfi ✓Grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti ✓sjá aslaughulda.is Allar þessar menntunar- og hæfniskröfur uppfyllir Áslaug Hulda Jónsdóttir. Hún er nefnilega þessi kraftmikli einstaklingur sem óskað er eftir til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Hún er þessi forstjóri sem við þurfum til að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins, móta stefnu í samráði við bæjarstjórn og bera ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá bænum starfar. Hún hefur margsinnis sýnt að hún hlustar, hún heyrir allar raddir og hefur einstakt lag á að koma saman samstilltum kór. Hún er leiðtoginn sem við treystum til að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt sem tryggir góða þjónustu við íbúa Garðabæjar. Hún er konan sem mun leiða Garðabæ áfram inn í framtíðina. Ég hef þá gert grein fyrir atkvæði mínu. Höfundur er Garðbæingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun