Þegar neyðin er stærst er mannúðin mest Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. mars 2022 13:31 Þessa dagana fyllumst við öll máttleysi og vanmátt þegar við sjáum hinar skelfilegu hörmungar sem dynja yfir í Úkraínu. Það er okkur eðlislægt að finna til með fólki í neyð. Í huga okkar koma upp spurningar eins og “hvað ef þetta væri ég?” og “hvað get ég gert?”. Fyrir okkur sem hafa unnið við mannúðarstörf í áratugi, þá þekkjum við vel þessar spurningar, því þær eru drifkrafturinn fyrir því erfiða starfi sem á sér stað í kjölfar mikilla hörmunga. Neyðin inni í Úkraínu Við höfum öll séð skelfilegar myndir af íbúum borga Úkraínu, þar sem þau hýrast í kjöllurum og neðanjarðarbyrgjum til þess að flýja sprengjuregn rússneska hersins. Þó svo að þau séu í skjóli frá sprengjunum, þá er matur og lyf nú orðið af skornum skammti á helstu átakasvæðunum og því miður virðist það að takmarka flæði mats og lyfja vera hluti af hernaðaráætlun Rússa. Það að sinna mannúðarstarfi á átakasvæðum er ekki á færi hvers sem er. Þó eru sérhæfðar hjálparstofnanir, eins og Alþjóðaráð Rauða Krossins (ICRC) sem beinlínis hafa það hlutverk, samkvæmt Genfarsáttmálanum, að sinna almenning þar sem átök geysa. Það var því ánægjulegt að sjá það að strax í upphafi stríðsins veittu íslensk stjórnvöld 50 milljóna króna styrk til Alþjóðaráðsins. Hluti af framlögum fyrirtækja og einstaklinga til Rauða kross Íslands fer einnig til Alþjóðaráðsins og verkefna þeirra innan Úkraínu. Fjölmargar aðrar hjálparstofnanir eins og Barnaheill og SOS Barnaþorp hafa einnig verið virk í Úkraínu í mörg ár og eru því að starfa mjög virkt á þeim svæðum sem þau hafa unnið á undanfarin ár. Búast má við að stríðið muni hafa mjög alvarleg andleg áhrif á börn í Úkraínu og auka fjölda munaðarlausra barna þar í landi og því munu verkefni þessara hjálparstofnanna einungis aukast á næstu vikum, mánuðum og árum. Stofnanir Sameinuðu Þjóðanna, svo sem UNICEF og UN Women, hafa einnig starfað við uppbyggingarstarf í Úkraínu um árabil, en eru nú búin að breyta sínum verkefnum yfir í neyðaraðstoð á svæðinu. Eins og í öllum átökum, þá eru það börn og konur sem verða verst úti og því mikilvægt að málsvarar þeirra séu sterkir. Þegar kemur að því að styðja við neyðaraðstoð af þessu tagi, þá er besta leiðin sú að gefa peninga til þeirra hjálparstofnanna sem þar vinna. Það að senda búnað eða vörur langa leið teppir einungis upp flutningsleiðir og nær sjaldnast alla leið til þeirra sem mest þurfa á aðstoð að halda. Það að hoppa upp í næstu flugvél og gerast sjálfboðaliði á átakasvæðum gerir sjaldnast mikið gagn, því það þarf mikla reynslu og kunnáttu til þess að starfa við jafn erfiðar aðstæður. Þannig að, viljir þú leggja þína hönd á plóginn til að styðja við hjálparstarf innan Úkraínu og ef þú hefur möguleika á að leggja fram pening, þá er styrkur til einhverra þeirra hjálparstofnanna sem nefndar eru hér að ofan góð hugmynd. Neyðin í nágrannalöndum Úkraínu Milljónir manna eru á flótta í Úkraínu og nú þegar hafa ein og hálf milljón manns, aðallega konur og börn flúið til þeirra landa sem landamæri eiga við Úkraínu. Þau sem eiga ættingja og vini innan Evrópu halda áfram landleiðina, en hundruðir þúsunda eru í flóttamannabúðum sem reistar hafa verið í skyndi til þess að taka á móti þessum gífurlega fjölda. Löndin sem fólkið flýr til eru mis vel stödd til þess að takast á við þennan stærsta fjölda flóttamanna í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hjálparstofnanir, alls staðar að úr heiminum, flykkjast nú til þessara landa að aðstoða stjórnvöld í að takast á við þessa skelfilegu neyð. En það eru ekki einungis hjálparsamtök og stjórnvöld sem styðja við fólkið á flótta. Í öllum þessum löndum er samfélagið allt að vinna saman í því að aðstoða. Fólk opnar upp heimili sín, veitingastaðir elda ofan í flóttafólk og fyrirtæki og einstaklingar gefa fólkinu vörur og þjónustu, enda koma flestir varla með neitt með sér yfir landamærin, nema kannski eina tösku. Rauði kross þessara landa, er mjög virkur í þessu hjálparstarfi og nýtur þar stuðnings frá Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC), en öll landssamtök Rauða kross félaga (t.d. Rauði kross Íslands) eru meðlimir í því. Flóttamannstofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) sér um samhæfingu aðgerða í samvinnu við stjórnvöld í hverju landi fyrir sig. Hún sér einnig um að aðstoða flóttafólk sem óskar eftir því að komast áfram til ákveðinna landa sem hafa boðið flóttamönnum frá Úkraínu að koma áfram. Neyðin kemur til Íslands Nú þegar hafa tæplega hundrað Úkraníubúar flúið til Íslands í leit að skjóli frá stríðinu í Úkraínu. Við megum búast við að sá fjöldi aukist hratt á næstu dögum og vikum og alls ekki fjarri lagi að nokkrar þúsundir manna leyti hingað til lands á næstu vikum og mánuðum, allt eftir því hversu lengi stríðsátök halda áfram í Úkraínu. Árið 1973 tókumst við Íslendingar á við það geysistóra verkefni að tryggja um fimm þúsund Vestmanneyingum sem voru að flýja eldgosið í Heimaey húsnæði og stuðning. Rétt eins og í öllum öðrum krísum sem dunið hafa yfir Íslendinga í gegnum aldirnar, þá stóðum við saman öll sem eitt og fundum leiðir til þess að tryggja þeim sem flúðu gosið þá aðstoð sem þurfti að veita þeim. Nú stöndum við Íslendingar frammi fyrir því stóra verkefni að taka á móti þúsundum Úkraínubúa á flótta. Árið 1973 fengu margir Vestmannaeyingar skjól og aðstoð frá ættingjum sínum og setti það ekki eins mikið álag á að útvega húsaskjól eins og nú, þegar fæst þeirra sem hingað koma hafa nokkur tengsl við landið. Þetta er einnig mun meiri fjöldi en við erum vön að taka á móti, bæði sem kvótaflóttafólk eða hælisleitendur. Það er því ekki hægt að treysta einungis á þær lausnir sem hingað til hafa virkað. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið og finna lausnir í sameiningu. Rétt eins og í þeim löndum sem eiga landamæri að Úkraínu og eru að taka á móti tugum þúsunda nýrra flóttamanna á dag, þá þarf allt samfélagið að standa saman í því að leysa þá stærstu samfélagsáskorun sem við höfum staðið frammi fyrir um áratuga skeið. Þetta er verkefni sem ríki og sveitarfélög geta ekki leyst ein og sér. Við þurfum að virkja almenning, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í að vinna saman. Þegar kemur að því að útvega flóttafólkinu húsaskjól, þá þurfum við að hugsa út fyrir boxið. Við þurfum að finna mannsæmandi lausnir þar sem allir þeir sem það geta leggja húsnæðislausnir í “púkkið”. Þetta húsnæði þarf jafnvel að standsetja og í ýmsum tilfellum getur vantað í það húsgögn og ýmis búsáhöld. Þarna geta einstaklingar og fyrirtæki einnig lagt sitt af mörkum, bæði hvað varðar búnað og sjálfboðavinnu. Það að veita flóttafólkinu húsaskjól er bara fyrsta skrefið. Við þurfum öll að vinna saman í því að taka vel utan um þetta fólk á flótta. Við þurfum að aðstoða það við að komast inn í íslenskt samfélag. Við þurfum að styðja við bakið á þeim á þessu erfiðu tímum í framandi landi. Við þurfum að fá börnin okkar til þess að taka vel á móti nýjum nemendum frá framandi landi. Við þurfum að vinna saman sem ein þjóð í því að sýna að hjarta okkar slær með Úkraínubúum. Slava Ukraini! Höfundur er þingmaður Pírata og fyrrum hjálparstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana fyllumst við öll máttleysi og vanmátt þegar við sjáum hinar skelfilegu hörmungar sem dynja yfir í Úkraínu. Það er okkur eðlislægt að finna til með fólki í neyð. Í huga okkar koma upp spurningar eins og “hvað ef þetta væri ég?” og “hvað get ég gert?”. Fyrir okkur sem hafa unnið við mannúðarstörf í áratugi, þá þekkjum við vel þessar spurningar, því þær eru drifkrafturinn fyrir því erfiða starfi sem á sér stað í kjölfar mikilla hörmunga. Neyðin inni í Úkraínu Við höfum öll séð skelfilegar myndir af íbúum borga Úkraínu, þar sem þau hýrast í kjöllurum og neðanjarðarbyrgjum til þess að flýja sprengjuregn rússneska hersins. Þó svo að þau séu í skjóli frá sprengjunum, þá er matur og lyf nú orðið af skornum skammti á helstu átakasvæðunum og því miður virðist það að takmarka flæði mats og lyfja vera hluti af hernaðaráætlun Rússa. Það að sinna mannúðarstarfi á átakasvæðum er ekki á færi hvers sem er. Þó eru sérhæfðar hjálparstofnanir, eins og Alþjóðaráð Rauða Krossins (ICRC) sem beinlínis hafa það hlutverk, samkvæmt Genfarsáttmálanum, að sinna almenning þar sem átök geysa. Það var því ánægjulegt að sjá það að strax í upphafi stríðsins veittu íslensk stjórnvöld 50 milljóna króna styrk til Alþjóðaráðsins. Hluti af framlögum fyrirtækja og einstaklinga til Rauða kross Íslands fer einnig til Alþjóðaráðsins og verkefna þeirra innan Úkraínu. Fjölmargar aðrar hjálparstofnanir eins og Barnaheill og SOS Barnaþorp hafa einnig verið virk í Úkraínu í mörg ár og eru því að starfa mjög virkt á þeim svæðum sem þau hafa unnið á undanfarin ár. Búast má við að stríðið muni hafa mjög alvarleg andleg áhrif á börn í Úkraínu og auka fjölda munaðarlausra barna þar í landi og því munu verkefni þessara hjálparstofnanna einungis aukast á næstu vikum, mánuðum og árum. Stofnanir Sameinuðu Þjóðanna, svo sem UNICEF og UN Women, hafa einnig starfað við uppbyggingarstarf í Úkraínu um árabil, en eru nú búin að breyta sínum verkefnum yfir í neyðaraðstoð á svæðinu. Eins og í öllum átökum, þá eru það börn og konur sem verða verst úti og því mikilvægt að málsvarar þeirra séu sterkir. Þegar kemur að því að styðja við neyðaraðstoð af þessu tagi, þá er besta leiðin sú að gefa peninga til þeirra hjálparstofnanna sem þar vinna. Það að senda búnað eða vörur langa leið teppir einungis upp flutningsleiðir og nær sjaldnast alla leið til þeirra sem mest þurfa á aðstoð að halda. Það að hoppa upp í næstu flugvél og gerast sjálfboðaliði á átakasvæðum gerir sjaldnast mikið gagn, því það þarf mikla reynslu og kunnáttu til þess að starfa við jafn erfiðar aðstæður. Þannig að, viljir þú leggja þína hönd á plóginn til að styðja við hjálparstarf innan Úkraínu og ef þú hefur möguleika á að leggja fram pening, þá er styrkur til einhverra þeirra hjálparstofnanna sem nefndar eru hér að ofan góð hugmynd. Neyðin í nágrannalöndum Úkraínu Milljónir manna eru á flótta í Úkraínu og nú þegar hafa ein og hálf milljón manns, aðallega konur og börn flúið til þeirra landa sem landamæri eiga við Úkraínu. Þau sem eiga ættingja og vini innan Evrópu halda áfram landleiðina, en hundruðir þúsunda eru í flóttamannabúðum sem reistar hafa verið í skyndi til þess að taka á móti þessum gífurlega fjölda. Löndin sem fólkið flýr til eru mis vel stödd til þess að takast á við þennan stærsta fjölda flóttamanna í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hjálparstofnanir, alls staðar að úr heiminum, flykkjast nú til þessara landa að aðstoða stjórnvöld í að takast á við þessa skelfilegu neyð. En það eru ekki einungis hjálparsamtök og stjórnvöld sem styðja við fólkið á flótta. Í öllum þessum löndum er samfélagið allt að vinna saman í því að aðstoða. Fólk opnar upp heimili sín, veitingastaðir elda ofan í flóttafólk og fyrirtæki og einstaklingar gefa fólkinu vörur og þjónustu, enda koma flestir varla með neitt með sér yfir landamærin, nema kannski eina tösku. Rauði kross þessara landa, er mjög virkur í þessu hjálparstarfi og nýtur þar stuðnings frá Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC), en öll landssamtök Rauða kross félaga (t.d. Rauði kross Íslands) eru meðlimir í því. Flóttamannstofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) sér um samhæfingu aðgerða í samvinnu við stjórnvöld í hverju landi fyrir sig. Hún sér einnig um að aðstoða flóttafólk sem óskar eftir því að komast áfram til ákveðinna landa sem hafa boðið flóttamönnum frá Úkraínu að koma áfram. Neyðin kemur til Íslands Nú þegar hafa tæplega hundrað Úkraníubúar flúið til Íslands í leit að skjóli frá stríðinu í Úkraínu. Við megum búast við að sá fjöldi aukist hratt á næstu dögum og vikum og alls ekki fjarri lagi að nokkrar þúsundir manna leyti hingað til lands á næstu vikum og mánuðum, allt eftir því hversu lengi stríðsátök halda áfram í Úkraínu. Árið 1973 tókumst við Íslendingar á við það geysistóra verkefni að tryggja um fimm þúsund Vestmanneyingum sem voru að flýja eldgosið í Heimaey húsnæði og stuðning. Rétt eins og í öllum öðrum krísum sem dunið hafa yfir Íslendinga í gegnum aldirnar, þá stóðum við saman öll sem eitt og fundum leiðir til þess að tryggja þeim sem flúðu gosið þá aðstoð sem þurfti að veita þeim. Nú stöndum við Íslendingar frammi fyrir því stóra verkefni að taka á móti þúsundum Úkraínubúa á flótta. Árið 1973 fengu margir Vestmannaeyingar skjól og aðstoð frá ættingjum sínum og setti það ekki eins mikið álag á að útvega húsaskjól eins og nú, þegar fæst þeirra sem hingað koma hafa nokkur tengsl við landið. Þetta er einnig mun meiri fjöldi en við erum vön að taka á móti, bæði sem kvótaflóttafólk eða hælisleitendur. Það er því ekki hægt að treysta einungis á þær lausnir sem hingað til hafa virkað. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið og finna lausnir í sameiningu. Rétt eins og í þeim löndum sem eiga landamæri að Úkraínu og eru að taka á móti tugum þúsunda nýrra flóttamanna á dag, þá þarf allt samfélagið að standa saman í því að leysa þá stærstu samfélagsáskorun sem við höfum staðið frammi fyrir um áratuga skeið. Þetta er verkefni sem ríki og sveitarfélög geta ekki leyst ein og sér. Við þurfum að virkja almenning, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í að vinna saman. Þegar kemur að því að útvega flóttafólkinu húsaskjól, þá þurfum við að hugsa út fyrir boxið. Við þurfum að finna mannsæmandi lausnir þar sem allir þeir sem það geta leggja húsnæðislausnir í “púkkið”. Þetta húsnæði þarf jafnvel að standsetja og í ýmsum tilfellum getur vantað í það húsgögn og ýmis búsáhöld. Þarna geta einstaklingar og fyrirtæki einnig lagt sitt af mörkum, bæði hvað varðar búnað og sjálfboðavinnu. Það að veita flóttafólkinu húsaskjól er bara fyrsta skrefið. Við þurfum öll að vinna saman í því að taka vel utan um þetta fólk á flótta. Við þurfum að aðstoða það við að komast inn í íslenskt samfélag. Við þurfum að styðja við bakið á þeim á þessu erfiðu tímum í framandi landi. Við þurfum að fá börnin okkar til þess að taka vel á móti nýjum nemendum frá framandi landi. Við þurfum að vinna saman sem ein þjóð í því að sýna að hjarta okkar slær með Úkraínubúum. Slava Ukraini! Höfundur er þingmaður Pírata og fyrrum hjálparstarfsmaður.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar