Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 17:58 Fatlað fólk í Úkraínu er margt fast, getur ekki flúið og hefur jafnvel verið skilið eftir eitt. Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. Fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp um söfnunina að fatlað fólk geti margt ekki flúið stríðið vegna aðstæðna sinna, geti illa orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Þá aukist líkur á ofbeldi þar að auki, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versni þar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu haldi áfram. Fatlað fólk í sprengjuskýli í Úkraínu.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust,“ segir í tilkynningunni. Fatlað fólk skilið eftir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar, segir í samtali við fréttastofu að fatlað fólk sé mjög berskjaldað í neyðarástandi, sama hvort um sé að ræða náttúruhamfarir eða stríðsátök. „Þau geta ekki flúið, reiða sig á hjálpartæki og aðstoð og aðstæður á flótta eru mjög erfiðar eins og við vitum. Ferðalögin geta verið löng, vont veður á meðan og flókið að komast á salerni og í skjól,“ segir Inga Björk. Hún segir að Þroskahjálp hafi verið í samskiptum með systursamtökum í Úkraínu í gegn um Inclusion Europe, sem samtökin eigi aðild að. Í gegn um systursamtökin í Úkraínu hafi borist þær upplýsingar að aðstæður þar fyrir fatlað fólk séu mjög slæmar. Fólk geti ekki farið, það eigi erfitt með að komast í skjól, erfitt reynist því að verða sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Faltað fólk í Úkraínu getur margt hvergi farið vegna aðstöðuleysis.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Við vitum að fatlað fólk sem býr á stofnunum er í mikilli hættu á að vera skilið eftir og það virðist vera að gerast. Fatlað fólk situr eftir með fjölskyldum sínum eða aleitt. Að sögn samtakanna úti er mest þörf á fjármagni til að tryggja fólki mat, lyf og aðrar nauðsynjar. “ Systursamtök Þroskahjálpar í Evrópu komi þar að auki að verkefninu til að koma aðföngum og aðstoð á staðinn. Þá muni samstarf félaganna halda áfram, meðal annars með samtali við stjórnvöld um að taka á móti fötluðu fólki frá Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Þroskahjálpar: Reikningur: 526-26-5281, kennitala: 521176-0409. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01 Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp um söfnunina að fatlað fólk geti margt ekki flúið stríðið vegna aðstæðna sinna, geti illa orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Þá aukist líkur á ofbeldi þar að auki, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versni þar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu haldi áfram. Fatlað fólk í sprengjuskýli í Úkraínu.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust,“ segir í tilkynningunni. Fatlað fólk skilið eftir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar, segir í samtali við fréttastofu að fatlað fólk sé mjög berskjaldað í neyðarástandi, sama hvort um sé að ræða náttúruhamfarir eða stríðsátök. „Þau geta ekki flúið, reiða sig á hjálpartæki og aðstoð og aðstæður á flótta eru mjög erfiðar eins og við vitum. Ferðalögin geta verið löng, vont veður á meðan og flókið að komast á salerni og í skjól,“ segir Inga Björk. Hún segir að Þroskahjálp hafi verið í samskiptum með systursamtökum í Úkraínu í gegn um Inclusion Europe, sem samtökin eigi aðild að. Í gegn um systursamtökin í Úkraínu hafi borist þær upplýsingar að aðstæður þar fyrir fatlað fólk séu mjög slæmar. Fólk geti ekki farið, það eigi erfitt með að komast í skjól, erfitt reynist því að verða sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Faltað fólk í Úkraínu getur margt hvergi farið vegna aðstöðuleysis.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Við vitum að fatlað fólk sem býr á stofnunum er í mikilli hættu á að vera skilið eftir og það virðist vera að gerast. Fatlað fólk situr eftir með fjölskyldum sínum eða aleitt. Að sögn samtakanna úti er mest þörf á fjármagni til að tryggja fólki mat, lyf og aðrar nauðsynjar. “ Systursamtök Þroskahjálpar í Evrópu komi þar að auki að verkefninu til að koma aðföngum og aðstoð á staðinn. Þá muni samstarf félaganna halda áfram, meðal annars með samtali við stjórnvöld um að taka á móti fötluðu fólki frá Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Þroskahjálpar: Reikningur: 526-26-5281, kennitala: 521176-0409.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01 Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13
Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01
Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39