Þú nærð mér ekki aftur, Dagur Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun