Fyrsta verk eftir farsælan getnað Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“. Hinar mæðurnar í hópnum jánka „það þarf án gríns að hefja umsóknina á fæðingardeildinni“. Þá var bætt við „nei nei nei, ég setti mig á biðlista á leikskólann um leið og ég vissi að ég væri ólétt, hitt er eiginlega of seint allavega ef þú býrð vestur í bæ“, önnur fangar orðið „Var það semsagt ykkar fyrsta verk eftir getnað?“ það er hlegið og svo blótum við allar ástandinu í kór. Ein minnist á spjallþráð í Miðbæjarfacebook grúppunni fyrir rúmu ári þar sem örvæntingafull móðir leitaði ráða vegna leikskólavandans og tæplega hundrað foreldrar svöruðu með sínum þrautasögum. Ýmist fékk fólk ekki leikskólapláss, fékk einungis leikskólapláss í hinum enda borgarinnar, eða það sem verra var fengu pláss og svo var hringt tveimur vikum áður en vistin átti að hefjast og tilkynnt að ekkert yrði úr henni vegna mannekluvanda. Vinkonur mínar þekkja þetta vel. Þær deila ráðum, það þarf að hringja reglulega í leikskólanna til að fylgjast með stöðunni, helst að lengja fæðingarorlofið ef heimilisbókhaldið stendur undir því og ræða við ömmurnar og afanna því þau þurfa að geta stokkið til. Ein vinkona mín þurfti að skrá sig aftur í nám við Háskóla Íslands til að fá leikskólapláss, önnur þurfti að gefa spennandi starf upp á bátinn vegna tafa og plássleysis. Nokkrar hafa þurft að stytta vinnudaginn vegna ferðalagsins þvert yfir borgina í leikskólann og aftur í vinnuna tvisvar á dag, á kostnað launa þeirra og starfsþróunarmöguleika. Vinkonur mínar tala svo um álagið sem þetta setur á samböndin þeirra, hvor á að fórna sér? Þær tala um hversu ömurlegt það er að þurfa að reiða á þolinmæðina á vinnustaðnum og semja daglega við fjölskyldumeðlimi um að sækja börnin. Fjárhagslegar afleiðingar leikskólavandans á fjölskyldur í Reykjavík eru augljósar en hitt, þessi andlega streita sem fylgir er í raun mun alvarlegri. Svo ekki sé talað um spenninginn fyrir því að eignast börn yfirleitt. Það sem á að verða til mikillar gleði og hamingju getur orðið að kvíða. Hinn árlegi vorboði og haustlegu vonbrigði Á hverju vori birtist ný frétt frá markaðsdeild Reykjavíkurborgar þar sem einn af borgarfulltrúum meirihlutans tilkynnir að nú verði nýir leikskólar byggðir og plássum fjölgað. Fáir geta bent á hvar lofuðu leikskólar síðustu kjörtímabila eru staðsettir en almennt reiknar borgin með að afföll úr háskólunum eftir veturinn muni skila sér í betri mönnun á leikskólana með stúdentum í námspásu. Sum vor gengur þetta eftir, önnur ekki og á haustin kemur alltaf sami skellurinn, stúdentarnir snúa flestir aftur til náms og manneklan heldur áfram. Svo ákvað borgin að stytta frekar opnunartíma leikskólanna frekar en að útfæra vaktarskipulagið þannig að sveigjanleiki í opnunartímum gagnvart foreldrum héldist þrátt fyrir styttingu vinnuvikunar. Jafnréttismat leiddi í ljós að þetta myndi bitna verst á einstæðum foreldrum og innflytjendum en allt kom fyrir ekki. Foreldrar og atvinnulífið eiga bara að gjöra svo vel og beygja sig undir þessa styttingu en þeim til huggunar á einn leikskóli í hverju hverfi að vera með lengri opnun. Þeir foreldrar sem geta ekki verið vissir um að ná alltaf að sækja börnin á slaginu 16:30 þurfa því að færa krakkana til og vonast til að það sé pláss í þessum eina skóla. Það leysir ekki hnútinn að tosa fastar í bandið Fyrir fjórum árum stóðum við í sömu sporum og eftir fjögur ár er alltaf sami uppskerubrestur hjá meirihlutanum gagnvart leikskólavandanum. Það þarf að byrja á að hleypa fleirum að borðinu. Við verðum að greiða götuna fyrir framtakssömu hugsjónafólki sem vill opna og reka sína eigin leikskóla. Þar á borgin ekki að standa í vegi fyrir framtakssemi heldur vísa fólki veginn og auðvelda því að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að valdefla leikskólana, færa ákvarðanatökuna til þeirra og leyfa þeim að stjórna því hvernig þau nýta fjármunina í þjónustuna. Leikskólastjórnendur eiga ekki að þurfa forðast rekstrarafgang af ótta við að þá fá þá minna frá borginni næsta ár. Leyfum leikskólunum að eiga sparnað, enda minnkar það flækjustig og auðveldar leikskólastjórnendnum að bregðast hratt við þörf er á auka fjárútlátum, til dæmis þegar barn þarf til dæmis á auka stuðningi að halda sem kallar á fleira starfsfólk. Síðast en síst verðum við að hætta að gera upp á milli barna sem ganga í borgar- eða einkarekna leikskóla. Fé á að fylgja barni. Það er hægt að leysa leikskólavandann en þá þarf að þora að prófa nýjar lausnir og hætta þessari miðstýringu. Fólkinu á gólfinu er treystandi til að vita nákvæmlega hvernig er best að þjónusta börnin og foreldrar þeirra. Og hvað skyldi svo sparast mikill tími og mannskapur við það að þurfa ekki að taka á móti öllum símtölunum frá foreldrum sem eru í örvæntingu að berjast um leikskólaplássin? Höfundur sækist eftir oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn sat ég með vinkonuhópnum þegar ein tilkynnti okkur að hennar fyrsta barn væri á leiðinni. Eftir hamingjuóskirnar spyr sú ábyrgasta í hópnum „ertu ekki annars pottþétt byrjuð að skoða leikskóla?“. Hinar mæðurnar í hópnum jánka „það þarf án gríns að hefja umsóknina á fæðingardeildinni“. Þá var bætt við „nei nei nei, ég setti mig á biðlista á leikskólann um leið og ég vissi að ég væri ólétt, hitt er eiginlega of seint allavega ef þú býrð vestur í bæ“, önnur fangar orðið „Var það semsagt ykkar fyrsta verk eftir getnað?“ það er hlegið og svo blótum við allar ástandinu í kór. Ein minnist á spjallþráð í Miðbæjarfacebook grúppunni fyrir rúmu ári þar sem örvæntingafull móðir leitaði ráða vegna leikskólavandans og tæplega hundrað foreldrar svöruðu með sínum þrautasögum. Ýmist fékk fólk ekki leikskólapláss, fékk einungis leikskólapláss í hinum enda borgarinnar, eða það sem verra var fengu pláss og svo var hringt tveimur vikum áður en vistin átti að hefjast og tilkynnt að ekkert yrði úr henni vegna mannekluvanda. Vinkonur mínar þekkja þetta vel. Þær deila ráðum, það þarf að hringja reglulega í leikskólanna til að fylgjast með stöðunni, helst að lengja fæðingarorlofið ef heimilisbókhaldið stendur undir því og ræða við ömmurnar og afanna því þau þurfa að geta stokkið til. Ein vinkona mín þurfti að skrá sig aftur í nám við Háskóla Íslands til að fá leikskólapláss, önnur þurfti að gefa spennandi starf upp á bátinn vegna tafa og plássleysis. Nokkrar hafa þurft að stytta vinnudaginn vegna ferðalagsins þvert yfir borgina í leikskólann og aftur í vinnuna tvisvar á dag, á kostnað launa þeirra og starfsþróunarmöguleika. Vinkonur mínar tala svo um álagið sem þetta setur á samböndin þeirra, hvor á að fórna sér? Þær tala um hversu ömurlegt það er að þurfa að reiða á þolinmæðina á vinnustaðnum og semja daglega við fjölskyldumeðlimi um að sækja börnin. Fjárhagslegar afleiðingar leikskólavandans á fjölskyldur í Reykjavík eru augljósar en hitt, þessi andlega streita sem fylgir er í raun mun alvarlegri. Svo ekki sé talað um spenninginn fyrir því að eignast börn yfirleitt. Það sem á að verða til mikillar gleði og hamingju getur orðið að kvíða. Hinn árlegi vorboði og haustlegu vonbrigði Á hverju vori birtist ný frétt frá markaðsdeild Reykjavíkurborgar þar sem einn af borgarfulltrúum meirihlutans tilkynnir að nú verði nýir leikskólar byggðir og plássum fjölgað. Fáir geta bent á hvar lofuðu leikskólar síðustu kjörtímabila eru staðsettir en almennt reiknar borgin með að afföll úr háskólunum eftir veturinn muni skila sér í betri mönnun á leikskólana með stúdentum í námspásu. Sum vor gengur þetta eftir, önnur ekki og á haustin kemur alltaf sami skellurinn, stúdentarnir snúa flestir aftur til náms og manneklan heldur áfram. Svo ákvað borgin að stytta frekar opnunartíma leikskólanna frekar en að útfæra vaktarskipulagið þannig að sveigjanleiki í opnunartímum gagnvart foreldrum héldist þrátt fyrir styttingu vinnuvikunar. Jafnréttismat leiddi í ljós að þetta myndi bitna verst á einstæðum foreldrum og innflytjendum en allt kom fyrir ekki. Foreldrar og atvinnulífið eiga bara að gjöra svo vel og beygja sig undir þessa styttingu en þeim til huggunar á einn leikskóli í hverju hverfi að vera með lengri opnun. Þeir foreldrar sem geta ekki verið vissir um að ná alltaf að sækja börnin á slaginu 16:30 þurfa því að færa krakkana til og vonast til að það sé pláss í þessum eina skóla. Það leysir ekki hnútinn að tosa fastar í bandið Fyrir fjórum árum stóðum við í sömu sporum og eftir fjögur ár er alltaf sami uppskerubrestur hjá meirihlutanum gagnvart leikskólavandanum. Það þarf að byrja á að hleypa fleirum að borðinu. Við verðum að greiða götuna fyrir framtakssömu hugsjónafólki sem vill opna og reka sína eigin leikskóla. Þar á borgin ekki að standa í vegi fyrir framtakssemi heldur vísa fólki veginn og auðvelda því að leggja sitt af mörkum. Við þurfum að valdefla leikskólana, færa ákvarðanatökuna til þeirra og leyfa þeim að stjórna því hvernig þau nýta fjármunina í þjónustuna. Leikskólastjórnendur eiga ekki að þurfa forðast rekstrarafgang af ótta við að þá fá þá minna frá borginni næsta ár. Leyfum leikskólunum að eiga sparnað, enda minnkar það flækjustig og auðveldar leikskólastjórnendnum að bregðast hratt við þörf er á auka fjárútlátum, til dæmis þegar barn þarf til dæmis á auka stuðningi að halda sem kallar á fleira starfsfólk. Síðast en síst verðum við að hætta að gera upp á milli barna sem ganga í borgar- eða einkarekna leikskóla. Fé á að fylgja barni. Það er hægt að leysa leikskólavandann en þá þarf að þora að prófa nýjar lausnir og hætta þessari miðstýringu. Fólkinu á gólfinu er treystandi til að vita nákvæmlega hvernig er best að þjónusta börnin og foreldrar þeirra. Og hvað skyldi svo sparast mikill tími og mannskapur við það að þurfa ekki að taka á móti öllum símtölunum frá foreldrum sem eru í örvæntingu að berjast um leikskólaplássin? Höfundur sækist eftir oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun