#Metoo - Jafnrétti og fjölbreytileiki er lykillinn Sigríður Elín Guðlaugsdóttir skrifar 8. mars 2022 10:31 Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar