Myndir þú berjast fyrir Ísland? Sveinn Kristjánsson skrifar 9. mars 2022 17:00 Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Heilbrigðismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar