Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 20:32 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs telur að þar séu um tvö þúsund gistirými. AP/Hannibal Hanschke Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01
Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36