Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. mars 2022 07:01 Willum segist meðvitaður um vandamál HSS. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira