Telja sig hafa handtekið morðingjann í New York og Washington Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2022 12:30 Umfangsmikil leit að morðingjanum hófst nýverið eftir að lögregluþjónar sáu að sami maður hafði skotið heimilislausa í bæði New York og Washington DC. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í Washington DC hefur handtekið mann sem grunaður er um hafa myrt minnst tvo heimilislausa menn og sært þrjá til viðbótar í New York og Washington DC. Verið er að yfirheyra hann í Washington. Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14