Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 12:00 Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd hafa sýnt sitt rétta eðli með ofsóknum gegn Rússum sem búa á Vesturlöndum. Mikhail Svetlov/Getty Images Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52
Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31