Nútíma vísindi og gömul viska um kosti hugleiðslu Jón Þór Ólafsson skrifar 17. mars 2022 13:01 Vísindasamfélagið hefur síðasta áratug sýnt fram á ótvíræð jákvæð áhrif mismunandi hugleiðslu aðferða eins og núvitundar. Minna stress og þunglyndi með tengsl við betri líkamlegri heilsu. Minnkun fíknar og sársauka. Betri tilfinningalíðan og tilfinningastjórn. Bætt samskipti og lífsfylling með meiri velvilja, þakklæti og gjafmildi. Heilbrigðis- og félagsyfirvöld hér á landi benda í dag á þessi jákvæðu áhrif núvitundar. Sálfræðifélag Ameríku mælir líka með núvitund og könnun Geðlæknisfélags Ameríku sýnir að áttundi hver einstaklingur hyggst leggja áherslu á hugleiðslu á þessu ári. Hugleiðslu markaðurinn í Bandaríkjunum eru orðin rúm 6% af vellíðunar markaðinum. Hugleiðsla kemur þar fast á hæla næringar (sem er rúm 9%) og er orðin tæplega helmingur þeirra peninga sem fólk setur í líkamsrækt. Iðkun þrefaldaðist þar í landi á árunum 2012-2017 og hefur markaðurinn meira en tvöfaldast síðan þá. Áætlað er svo að markaðurinn þrefaldist á næstu fimm ár. Tækniiðnaðurinn tekur hratt við sér með hugleiðslu öppum, eins og Headspace og íslenska Happ App, til að auðvelda iðkun, og með notendavænum tækjum, s.s. heilsuúrum, til að mæla hvað er að virka. Gömul viska sem vísindin hafa staðfest Taugakerfi mannkyns býður upp á upplifun sem er í senn svo frelsandi, friðsæl og full af velvilja, upplifun sem hefur það djúpstæð áhrif að lýsing á henni virðist víða vera að finna í heimspeki- og trúarritum sem grundvöllur tilverunnar og hið mikilvægasta markmið mannkyns. Sókrates í sinni síðustu samræðu lýsir sálarástandi sem hann kallar visku og segir tilgang mannlegrar tilveru að frelsa sálina með því að upplifa þetta ástand. Ástandinu nær sálin „ein út af fyrir sig” og lýsir hann því sem heimi „hreinleika, eilífðar, ódauðleika og óbreytileika.” Að upplifa þetta sálarástand, eða hugarástand visku, segir Sókrates æðst allra dygða, sem sé bæði grundvöllur annarra dygða og það sem upprætir hræðslur og óhóflegar þrár. Lao Tse á svipuðum tíma í Kína lýsir grundvelli tilverunnar sem hann kallar Tao. Hann lýsir ástandi þagnar og friðsældar sem veitir bæði innsæi eða visku og upplifun af Tao sem er tóm eða rými án enda, þar sem allir hlutir birtast. Tao segir hann jafnframt grundvöll dygða, velvilja og friðar frá þrám. Búdda hafði nokkru áður á Indlandi kennt frelsun frá þjáningu. Hann kenndi að þjáning kemur frá viðvarandi þorsta eða þrám, sem innsæi eða viska getur slökkt. En sú viska kenndi hann að vaknar við hugarástand frelsis, friðsældar (samatha, upekṣā) og kærleika (maitrī, karuṇā, mudita) sem hann kallaði Nirvana. Hann lýsti vegferð sem gæti leitt til þessa hugarástands með því að vera fullkomlega meðvitaður. - Sá straumur fræða búddismans sem leitaði í norður, og varð meðal annars að Zen í Japan, bendir á meðvitund þar sem hugsanir, tilfinningar og skynjanir þagna tímabundið. Á meðan syðri straumurinn til Indókína í formi Vipassanā beinir meðvitundinni að tilfinningum, hugsunum og skynjunum til að öðlast innsæi á orsök þjáningar. Jesús frá Nazaret breiddi svo síðar út fagnaðarerindið fyrir botni miðjarðarhafs. Hann boðaði frelsun og kærleika, himnaríki á jörð. Hann sagðist kominn til að uppfylla sáttmálan við Guð og til þess væru æðstu boðorðin kærleikur til Guðs og nágranna. Þetta himnaríki sagði hann vera innra með yður og það væri innan handar þeim sem taka “sinnaskiptum”, sem í upprunalegu textanum á forngrísku er “metanoeó” - þar sem “meta” þýðir eftir eða handan, og “noeó” þýðir að skynja eða hugsa. Himnaríki er því mögulega þeirra sem öðlast nýja sýn, eitthvað innsæi, og fara jafnvel handan skynjana eða hugsanna. Taugakerfið þitt býður upp á meira frelsi, friðsæld og velvilja Heilavísindakonan Jill Bolte Taylor sagði svo nýlega frá því í vinsælum Ted fyrirlestri hvernig heilablóðfall sem hún fékk hefði þaggað niður í vinstra heilahveli hennar, hún hætti tímabundið að geta hugsað. Hún lýsir því hvernig þessi upplifun hennar af meðvitund án hugsana væri sambærileg lýsingum af hugarástandinu Nirvana, djúpstæð friðsæld og fullkomin frelsun. Hún segist trúa að því oftar sem við ákveðum að virkja þá hluta taugakerfisins sem færir okkur þessa friðsæld, því meiri frið færum við heiminum og því friðsælli verður plánetan okkar. Hana dreymir um heim fullan af friðsælu fólki fullu af kærleika sem veit að það geti komist í þetta ástand hvenær sem er. Taugakerfið okkar býður upp á meiri friðsæld, frelsi og velvilja við það að vera nógu reglulega: Meðvitað um tilteknar skynjanir, tilfinningar eða hugsanir, Meðvitað um meðvitundina sjálfa og það sem birtist í henni hverju sinni, Meðvitað án þess að virkja þau svæði heilans sem láta okkur upplifa skynjanir, tilfinningar eða hugsanir. Hvaða aðferðir hafa hvaða áhrif er án efa persónubundið og vísindin munu halda áfram að upplýsa okkur um það. Upplýsingaöflun í gegnum öpp, heilsuúr og aðra tækni er svo byrjuð að nýtist við að bjóða okkur þær aðferðir sem eru líklegri til að virka fyrir okkur hverju sinni. Tækifærið sem er að verða til núna eru áreiðanlegri leiðir sem eru sérhannaðar fyrir mismunandi fólk til að koma taugakerfinu sínu nógu reglulega í ástand sem færir okkur friðsæld þegar við þurfum, með meira frelsi í eigin lífi og velvilja til þeirra sem við hittum. Tækifærið er Núna. Höfundur er hugræktari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindasamfélagið hefur síðasta áratug sýnt fram á ótvíræð jákvæð áhrif mismunandi hugleiðslu aðferða eins og núvitundar. Minna stress og þunglyndi með tengsl við betri líkamlegri heilsu. Minnkun fíknar og sársauka. Betri tilfinningalíðan og tilfinningastjórn. Bætt samskipti og lífsfylling með meiri velvilja, þakklæti og gjafmildi. Heilbrigðis- og félagsyfirvöld hér á landi benda í dag á þessi jákvæðu áhrif núvitundar. Sálfræðifélag Ameríku mælir líka með núvitund og könnun Geðlæknisfélags Ameríku sýnir að áttundi hver einstaklingur hyggst leggja áherslu á hugleiðslu á þessu ári. Hugleiðslu markaðurinn í Bandaríkjunum eru orðin rúm 6% af vellíðunar markaðinum. Hugleiðsla kemur þar fast á hæla næringar (sem er rúm 9%) og er orðin tæplega helmingur þeirra peninga sem fólk setur í líkamsrækt. Iðkun þrefaldaðist þar í landi á árunum 2012-2017 og hefur markaðurinn meira en tvöfaldast síðan þá. Áætlað er svo að markaðurinn þrefaldist á næstu fimm ár. Tækniiðnaðurinn tekur hratt við sér með hugleiðslu öppum, eins og Headspace og íslenska Happ App, til að auðvelda iðkun, og með notendavænum tækjum, s.s. heilsuúrum, til að mæla hvað er að virka. Gömul viska sem vísindin hafa staðfest Taugakerfi mannkyns býður upp á upplifun sem er í senn svo frelsandi, friðsæl og full af velvilja, upplifun sem hefur það djúpstæð áhrif að lýsing á henni virðist víða vera að finna í heimspeki- og trúarritum sem grundvöllur tilverunnar og hið mikilvægasta markmið mannkyns. Sókrates í sinni síðustu samræðu lýsir sálarástandi sem hann kallar visku og segir tilgang mannlegrar tilveru að frelsa sálina með því að upplifa þetta ástand. Ástandinu nær sálin „ein út af fyrir sig” og lýsir hann því sem heimi „hreinleika, eilífðar, ódauðleika og óbreytileika.” Að upplifa þetta sálarástand, eða hugarástand visku, segir Sókrates æðst allra dygða, sem sé bæði grundvöllur annarra dygða og það sem upprætir hræðslur og óhóflegar þrár. Lao Tse á svipuðum tíma í Kína lýsir grundvelli tilverunnar sem hann kallar Tao. Hann lýsir ástandi þagnar og friðsældar sem veitir bæði innsæi eða visku og upplifun af Tao sem er tóm eða rými án enda, þar sem allir hlutir birtast. Tao segir hann jafnframt grundvöll dygða, velvilja og friðar frá þrám. Búdda hafði nokkru áður á Indlandi kennt frelsun frá þjáningu. Hann kenndi að þjáning kemur frá viðvarandi þorsta eða þrám, sem innsæi eða viska getur slökkt. En sú viska kenndi hann að vaknar við hugarástand frelsis, friðsældar (samatha, upekṣā) og kærleika (maitrī, karuṇā, mudita) sem hann kallaði Nirvana. Hann lýsti vegferð sem gæti leitt til þessa hugarástands með því að vera fullkomlega meðvitaður. - Sá straumur fræða búddismans sem leitaði í norður, og varð meðal annars að Zen í Japan, bendir á meðvitund þar sem hugsanir, tilfinningar og skynjanir þagna tímabundið. Á meðan syðri straumurinn til Indókína í formi Vipassanā beinir meðvitundinni að tilfinningum, hugsunum og skynjunum til að öðlast innsæi á orsök þjáningar. Jesús frá Nazaret breiddi svo síðar út fagnaðarerindið fyrir botni miðjarðarhafs. Hann boðaði frelsun og kærleika, himnaríki á jörð. Hann sagðist kominn til að uppfylla sáttmálan við Guð og til þess væru æðstu boðorðin kærleikur til Guðs og nágranna. Þetta himnaríki sagði hann vera innra með yður og það væri innan handar þeim sem taka “sinnaskiptum”, sem í upprunalegu textanum á forngrísku er “metanoeó” - þar sem “meta” þýðir eftir eða handan, og “noeó” þýðir að skynja eða hugsa. Himnaríki er því mögulega þeirra sem öðlast nýja sýn, eitthvað innsæi, og fara jafnvel handan skynjana eða hugsanna. Taugakerfið þitt býður upp á meira frelsi, friðsæld og velvilja Heilavísindakonan Jill Bolte Taylor sagði svo nýlega frá því í vinsælum Ted fyrirlestri hvernig heilablóðfall sem hún fékk hefði þaggað niður í vinstra heilahveli hennar, hún hætti tímabundið að geta hugsað. Hún lýsir því hvernig þessi upplifun hennar af meðvitund án hugsana væri sambærileg lýsingum af hugarástandinu Nirvana, djúpstæð friðsæld og fullkomin frelsun. Hún segist trúa að því oftar sem við ákveðum að virkja þá hluta taugakerfisins sem færir okkur þessa friðsæld, því meiri frið færum við heiminum og því friðsælli verður plánetan okkar. Hana dreymir um heim fullan af friðsælu fólki fullu af kærleika sem veit að það geti komist í þetta ástand hvenær sem er. Taugakerfið okkar býður upp á meiri friðsæld, frelsi og velvilja við það að vera nógu reglulega: Meðvitað um tilteknar skynjanir, tilfinningar eða hugsanir, Meðvitað um meðvitundina sjálfa og það sem birtist í henni hverju sinni, Meðvitað án þess að virkja þau svæði heilans sem láta okkur upplifa skynjanir, tilfinningar eða hugsanir. Hvaða aðferðir hafa hvaða áhrif er án efa persónubundið og vísindin munu halda áfram að upplýsa okkur um það. Upplýsingaöflun í gegnum öpp, heilsuúr og aðra tækni er svo byrjuð að nýtist við að bjóða okkur þær aðferðir sem eru líklegri til að virka fyrir okkur hverju sinni. Tækifærið sem er að verða til núna eru áreiðanlegri leiðir sem eru sérhannaðar fyrir mismunandi fólk til að koma taugakerfinu sínu nógu reglulega í ástand sem færir okkur friðsæld þegar við þurfum, með meira frelsi í eigin lífi og velvilja til þeirra sem við hittum. Tækifærið er Núna. Höfundur er hugræktari.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun