Hildur sér heildarmyndina Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar