Baldvin komst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2022 12:42 Baldvin Þór Magnússon er Íslandsmethafi í 3.000 metra hlaupi og hefur staðið sig vel í Bandaríkjunum þar sem hann hleypur og sinnir háskólanámi. FRÍ Baldvin Þór Magnússon gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í dag þegar hann keppti í undanriðli í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta er hans fyrsta heimsmeistaramót. Baldvin endaði í 6. sæti af 11 keppendum í sínum riðli og á endanum reyndist það duga til að komast í úrslitin, eftir að keppni í hinum tveimur riðlunum lauk. Tími Baldvins reyndist sá sjötti besti alls, þvert á riðla, hjá 33 keppendum. Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Met hans frá því í febrúar er 7:47,51. Tveir keppinauta Baldvins duttu snemma í hlaupinu og hann var heppinn að sleppa framhjá þeim, en þeir héldu þó áfram og nálguðust hópinn fljótt. Baldvin var í fjórða sæti fyrstu hringina en færðist aftar, í 7. sæti, þegar hraðinn í hlaupinu jókst, þó að hann héldi vel í við fremstu menn. Baldvin vann sig upp í 5. sæti fyrir lokahringinn en rétt missti Svisslendinginn Jonas Raess fram úr sér við endalínuna og varð 3/100 úr sekúndu á eftir honum. Það kom þó ekki að sök því bæði Baldvin og Raess komust í úrslitin. Úrslitin á sunnudaginn Keppt var í þremur riðlum og komast fjórir fremstu í hverjum riðli beint áfram í úrslit, sem og þeir þrír sem náðu bestum tíma þar á eftir, þvert á riðla. Samtals komust því 15 keppendur áfram í úrslitin sem fram fara á sunnudaginn. Girma Lamecha frá Eþíópíu vann riðil Baldvins á 7:46,21 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Dillon Maggard tók fjórða og síðasta örugga sætið á 7:48,58 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Baldvin endaði í 6. sæti af 11 keppendum í sínum riðli og á endanum reyndist það duga til að komast í úrslitin, eftir að keppni í hinum tveimur riðlunum lauk. Tími Baldvins reyndist sá sjötti besti alls, þvert á riðla, hjá 33 keppendum. Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Met hans frá því í febrúar er 7:47,51. Tveir keppinauta Baldvins duttu snemma í hlaupinu og hann var heppinn að sleppa framhjá þeim, en þeir héldu þó áfram og nálguðust hópinn fljótt. Baldvin var í fjórða sæti fyrstu hringina en færðist aftar, í 7. sæti, þegar hraðinn í hlaupinu jókst, þó að hann héldi vel í við fremstu menn. Baldvin vann sig upp í 5. sæti fyrir lokahringinn en rétt missti Svisslendinginn Jonas Raess fram úr sér við endalínuna og varð 3/100 úr sekúndu á eftir honum. Það kom þó ekki að sök því bæði Baldvin og Raess komust í úrslitin. Úrslitin á sunnudaginn Keppt var í þremur riðlum og komast fjórir fremstu í hverjum riðli beint áfram í úrslit, sem og þeir þrír sem náðu bestum tíma þar á eftir, þvert á riðla. Samtals komust því 15 keppendur áfram í úrslitin sem fram fara á sunnudaginn. Girma Lamecha frá Eþíópíu vann riðil Baldvins á 7:46,21 mínútum og Bandaríkjamaðurinn Dillon Maggard tók fjórða og síðasta örugga sætið á 7:48,58 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira