Framsækni í heilbrigðisvísindum Andri Már Tómasson skrifar 21. mars 2022 08:32 Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar