Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2022 13:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar. Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01
Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53