Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 10:30 Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson var frábær í bikarúrslitavikunni. Hér skorar hann í undanúrslitaleiknum á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. Haukarnir eru á toppnum í deildinni með 27 stig, einu stigi á undan Val sem er í öðru sæti. FH er síðan í þriðja sætinu með 24 stig en á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 22 stig en á umræddan leik við FH inni. Skemmtilegir tímar fram undan „Við sjáum núna að þetta eru Haukar, Valur, FH og ÍBV. Þau eru efst og eru að fara að berjast um þetta. Næstu vikur verða mjög skemmtilegar ekki síst í ljósi þess að öll þessi lið eiga leiki innbyrðis. Röðin á liðunum gæti breyst töluvert. Það eru því skemmtilegir tímar fram undan,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. En skiptir fyrsta sæti máli? Klippa: Ásgeir Örn Hallgrímsson um lokasprettinn í Olís deild karla „Já, ég held að það skipti máli því þá ertu með tryggðan heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Það getur skipt máli þegar upp er staðið. Við höfum samt alveg séð að það eru fullt af liðum sem hafa unnið á útivelli,“ sagði Ásgeir Örn. Stjarnan, Afturelding, Selfoss, KA og Fram munu síðan berjast um næstu fjögur sæti inn í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun sitja eftir. Munar bara einu stigi á fimmta og áttunda sæti „Það munar bara einu stigi frá liðunum í fimmta og áttunda sæti. Svo er það spurning hvað Framararnir ætli að gera. Hvort að þeir ætli að blanda sér í baráttuna. Þar er aftur skemmtilegur innbyrðis leikur sem er Fram-KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Það er ekkert sjálfgefið að þessi efstu fjögur vinni svo næstu fjögur þegar í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Meðbyr með KA mönnum „Nei, alls ekki. Ég get alveg ímyndað mér lið eins og KA. Það er ákveðinn meðbyr með þeim. Þeir áttu alveg frábæra helgi í bikarúrslitunum þar sem við sáum þá bæði spila vel, það var mikil stemmning á pöllunum og unglingarnir voru líka að standa sig, vel. Það er ákveðið mómentum í félaginu sem gæti skilað þeim langt. Það verður til dæmis mjög erfitt að fara norður,“ sagði Ásgeir Örn. Stjörnumenn hafa ollið vonbrigðum eftir áramót. „Þeir hafa ollið mjög miklum vonbrigðum, búnir að tapa einhverjum fjórum leikjum í röð og fimm í röð með þessum bikarleik sem þeir tapa. Þeir eru bara í mjög erfiðri stöðu en gætu snúið þessu við ef þeir hafa nýtt þessar þrjár vikur vel þar sem þeir voru í pásu. Farið yfir sinn leik og núllstillt sig svolítið. Þeir eiga alveg nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn. Eru þjálfararnir tilbúnir að taka áhættuna? Meiðslastaða liðanna skiptir verulegu máli á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Nú fer smá skák í gang um hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp. Þú vilt hafa alla leikmennina þína heila í úrslitakeppninni en að sama skapi þá viltu líka vera á góðu róli þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta er smá skák hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp og hvort þeir séu tilbúnir að taka einhverja áhættu með því að hvíla leikmenn,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá allt viðtalið við Ásgeir Örn hér fyrir ofan. Heil umferð fer fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikur Fram og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.50 og strax á eftir verður sýndur beint kvennaleikur Fram og Stjörnunnar. Þá verður leikur FH og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.15. Seinni bylgjan gerir síðan upp alla umferðina annað kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Haukarnir eru á toppnum í deildinni með 27 stig, einu stigi á undan Val sem er í öðru sæti. FH er síðan í þriðja sætinu með 24 stig en á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 22 stig en á umræddan leik við FH inni. Skemmtilegir tímar fram undan „Við sjáum núna að þetta eru Haukar, Valur, FH og ÍBV. Þau eru efst og eru að fara að berjast um þetta. Næstu vikur verða mjög skemmtilegar ekki síst í ljósi þess að öll þessi lið eiga leiki innbyrðis. Röðin á liðunum gæti breyst töluvert. Það eru því skemmtilegir tímar fram undan,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. En skiptir fyrsta sæti máli? Klippa: Ásgeir Örn Hallgrímsson um lokasprettinn í Olís deild karla „Já, ég held að það skipti máli því þá ertu með tryggðan heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Það getur skipt máli þegar upp er staðið. Við höfum samt alveg séð að það eru fullt af liðum sem hafa unnið á útivelli,“ sagði Ásgeir Örn. Stjarnan, Afturelding, Selfoss, KA og Fram munu síðan berjast um næstu fjögur sæti inn í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun sitja eftir. Munar bara einu stigi á fimmta og áttunda sæti „Það munar bara einu stigi frá liðunum í fimmta og áttunda sæti. Svo er það spurning hvað Framararnir ætli að gera. Hvort að þeir ætli að blanda sér í baráttuna. Þar er aftur skemmtilegur innbyrðis leikur sem er Fram-KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Það er ekkert sjálfgefið að þessi efstu fjögur vinni svo næstu fjögur þegar í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Meðbyr með KA mönnum „Nei, alls ekki. Ég get alveg ímyndað mér lið eins og KA. Það er ákveðinn meðbyr með þeim. Þeir áttu alveg frábæra helgi í bikarúrslitunum þar sem við sáum þá bæði spila vel, það var mikil stemmning á pöllunum og unglingarnir voru líka að standa sig, vel. Það er ákveðið mómentum í félaginu sem gæti skilað þeim langt. Það verður til dæmis mjög erfitt að fara norður,“ sagði Ásgeir Örn. Stjörnumenn hafa ollið vonbrigðum eftir áramót. „Þeir hafa ollið mjög miklum vonbrigðum, búnir að tapa einhverjum fjórum leikjum í röð og fimm í röð með þessum bikarleik sem þeir tapa. Þeir eru bara í mjög erfiðri stöðu en gætu snúið þessu við ef þeir hafa nýtt þessar þrjár vikur vel þar sem þeir voru í pásu. Farið yfir sinn leik og núllstillt sig svolítið. Þeir eiga alveg nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn. Eru þjálfararnir tilbúnir að taka áhættuna? Meiðslastaða liðanna skiptir verulegu máli á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Nú fer smá skák í gang um hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp. Þú vilt hafa alla leikmennina þína heila í úrslitakeppninni en að sama skapi þá viltu líka vera á góðu róli þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta er smá skák hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp og hvort þeir séu tilbúnir að taka einhverja áhættu með því að hvíla leikmenn,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá allt viðtalið við Ásgeir Örn hér fyrir ofan. Heil umferð fer fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikur Fram og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.50 og strax á eftir verður sýndur beint kvennaleikur Fram og Stjörnunnar. Þá verður leikur FH og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.15. Seinni bylgjan gerir síðan upp alla umferðina annað kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira