Ragnar Þór segist ætla að selja eitt sumarhús VR með afslætti Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2022 10:44 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tjári sig um sölu á Íslandsbanka og telur það vera spillingu Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa tekið ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangvirði eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. „Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“ Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
„Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna. Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið,“ segir Ragnar í pistli á Facebook-síðu sinni. Og þarna má lesendum ljóst vera að um er að ræða paródíu á sölu hlutar í Íslandsbanka í gær; gagnrýni á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Ragnar hefur áður tjáð sig um söluna og telur hana spillta. Ragnar heldur áfram, segir koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. En hann taki samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir. „Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.“ Ragnar segist ætla að leyfa lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Og einhver spyrji hann svo út í afsláttinn þá segi hann bara að hann vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. „Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma. Nú eru húsin metin á 44 milljónir og allir sáttir,“ segir Ragnar og setur inn táknkall til marks um að sér sé ekki alvara. Um er að ræða háðsádeilu. Og spyr svo: „Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira