Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 15:18 Sævar Ciesielski var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59
Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22